Stjórnmálamenn í borðspili

Stjórnmálamenn rífast nú um það hvað sláturhúsi eigi og megi og þurfi að vera mörg. Þeir ráða því hvaða verðskrá þau eiga að bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Þau niðurgreiða framleiðsluna og verja hana fyrir samkeppni en slíkri gjöf fylgja margar kvaðir sem binda hendur og takmarka svigrúm.

Öllu þessu má líkja við stjórnmálamenn í borðspili þar sem þeir kaupa og selja með gervipeningum í gerviveröld þar sem leikreglurnar breytast í sífellu. Við peðin látum færa okkur á milli reita þar sem fylgst er með því hvort við sveltum eða efnumst og það rætt hvort við þurfum bætur eða hærri skatta. 

Mögulega gæti landbúnaður ekki lifað af á Íslandi utan við borðspilið. Ég meina, er hrein, allt að því lífræn matarafurð af frjálsum dýrum ekki dottin úr tísku? Er nokkur eftirspurn eftir slíku fæði?

Það gengur að vísu ágætlega að reka flota af stórum skipum sem sigla við erfiðar aðstæður með dýrri áhöfn út á sjó til að sækja fisk og koma honum ferskum á diska í erlendum veitingahúsum, og græða vel á því, en matarafurðir á landi þurfa að vera í borðspili til að líta dagsins ljós, með blússandi tapi!

Ég veit að ég er að bera saman epli og appelsínur en það veit sjaldan á gott fyrir atvinnugrein og iðnað að vera fastur í borðspili stjórnmálamanna. Nú fyrir utan að ef starfsemi er í eðli sínu gjaldþrota þá á hún að mega hverfa.


mbl.is „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband