Enn fjölgar gæluverkefnum Reykjavíkur

Reykjavíkurborg hefur hlotið styrk frá Bloomberg Philanthropies til að stofna loftslagssjóð ungs fólks í Reykjavík. Hljómar eins og peningar frá himnum en auðvitað þarf eitthvað starfsfólk til að fara yfir umsóknir og sjá um bókhaldið. Hér er því um að ræða enn eina viðbótina á löngum lista yfir gæluverkefni í hinni gjaldþrota borg.

Nú fyrir utan að ungt fólk er ekki að fara leggja til neitt nothæft til málanna jafnvel þótt menn trúi á málstaðinn. Það eina sem því dettur í hug er að segja okkur að keyra minna í bíl og nota pappírsrör.

Þetta er kannski lítið og saklaust og tilgangslaust mál. Ég meina, Reykjavík sóar hundruðum milljóna nú þegar. Munar einhverju um nokkrar milljónir í viðbót?

En þetta er táknrænt. Táknrænt fyrir sveitarfélag sem hoppar á alla vitleysuna af fullum þunga og brennir svimandi upphæðum í leiðinni. Sveitarfélag sem er fyrir löngu komið langt út fyrir ramma lögskyldra verkefna sveitarfélaga. Sveitarfélag sem er rekið með það að markmiði að koma borgarfulltrúum í sem flest viðtöl svo kjósendur muni nöfn þeirra. 

Fyrir seinustu kosningar til borgarstjórnar var mikið talað breytingar. Eina breytingin er sú að greiðslukortum borgarinnar hefur fjölgað og vextirnir á þeim hækkað.

Greyið, greyið borgarbúar og jafnvel landsmenn allir sem þurfa bráðum að borga víxlana. Þeir eru eins og foreldrar fullorðins einstaklings sem neitar að vinna fyrir sér, heldur áfram að troða höndunum í veski annarra og er alltaf að reyna halda djamminu áfram.


mbl.is Reykjavík stofnar loftslagssjóð ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband