Jón Jónsson leigubíll

Ég les í fréttum að ýmsir á Íslandi eigi núna í vandræðum með að finna leigubíl þar sem leigubílstjórinn er hvorki ofbeldismaður né nauðgari.

Þetta er vel þekkt vandamál í Danmörku. Kannski minna í dag en áður svo því sé haldið til haga. Í Danmörku eru flestir flokkar orðnir þjóðarflokkar. Á Íslandi eru þeir í minnihluta.

En hvað er til ráða ef þú vilt leigubíl og vilt um leið lágmarka líkurnar á að bílstjórinn sé ofbeldismaður eða nauðgari?

Danska þjóðin fann upp á lausn.

Þegar leigubíll er pantaður er hægt að biðja um H.C. Andersen leigubíl.

Þetta skilaboð, að biðja um H.C. Andersen leigubíl, gerir það að verkum að leigubíll með innfæddum, dönskum leigubílstjóra mætir á svæðið.

Það hefði systir mín betur gert fyrir 20 árum þegar hún settist upp í hefðbundinn leigubíl í Kaupmannahöfn og taldi sig allt í einu vera í hættu á örstuttum túr. Sem betur fer fór allt vel.

Kannski þurfa Íslendingar, í bili, að hugleiða svipaða orðaleiki. Kannski að biðja um Jón Jónsson leigubíl, eða Skarphéðinn Njálsson leigubíl. Hver veit.

En eitt er víst: Að þegar er til vandamál þá finnur fólk upp á lausnum þar til yfirvöld vakna til lífsins, ef það gerist þá nokkurn tímann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við getum ekki verið minni menn en Danir. Legg því til að við treflum fram Jónasi Hallgrímssyni sem leyfishafa. Það er eitthvað svo notalegt við það. 

Ragnhildur Kolka, 29.2.2024 kl. 00:27

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ja ... kannski Nazi Hall á Stöðinni. Ég tók einn framandi leigubíl í Reykjavík þá er ég var síðast á landinu. Ég tala alltaf við bílstjóra og rek úr þeim garnirnar. Hann var vinarlegur drengur og svindlaði ekkert og reyndi ekki einu sinni að nauðga mér, þó ég sé stórglæsileg drusla.

FORNLEIFUR, 29.2.2024 kl. 08:56

3 identicon

Eða biðja um einn Jón Sig.  Á síðustu öld hringdi maður í Borgarbíl og bað um "einn góðan".  Sá góði kom og eftir einn hring í hverfinu labbaði maður frá mörgum aurum fátækari en pyttlunni ríkari.  Kom sér oft vel !

Það er enn skylda að vera með e-h skonar meirapróf til að stunda atvinnuakstur og samkvæmt verðskrá er þetta nám ekki ókeypis. Og er strangt nám, sagði mér einhver kunnugur.

Maður væntir þess að þessir erlendu leigubílstjórar uppfylli þær kvaðir en spurningin er hvort námið sé innifalið í útlögðum kostnaði Útlendingastofnunar, m.ö.o. erum við að borga ? 

Óli (IP-tala skráð) 29.2.2024 kl. 12:03

4 Smámynd: Loncexter

Þetta er er svo sjúkt allt saman. Þessu liði er gefið meiraprófið, og svo þakka þeir fyrir sig með ofbeldi og okri.

Loncexter, 29.2.2024 kl. 13:01

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Horfði á einn með TAXI merki áðan sem ég átti erfitt með að hugsa mér sem alvöru leigubíl þar sem hann brunaði áfram á Borgarlínu hraðakgreininni í Hlíðunum

Það er örugglega markaður fyrir uppblásin TAXI merki sem hægt er að grípa til þegar komast þarf nokkrum bílum framar í bílaröðina

Grímur Kjartansson, 29.2.2024 kl. 16:16

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Sama hvað fólki finnst um leiðir venjulegs fólks til að verja sig þá mun það verja sig ef það mögulega getur. Mögulega er dýrara að fá Jónas Hallgrímsson leigubíl (nafnatillaga Ragnhildar samþykkt!) en Múhammeð leigubíl en margir láta sig sennilega hafa það. 

Annars er ég persónulega svo góðhjartaður, umburðarlyndur og rólegur maður (og hef minna að óttast en margir, verandi 100 kg og 190 cm hár) að ég versla við alla sem eru kurteisir. Einu sinni sat ég í H.C. Andersen leigubíl (bað ekki um slíkan, en fékk) og hef aldrei óttast jafnmikið um líf mitt - bílstjórinn var annaðhvort fullur eða þunnur og horfði meira á símann en veginn. En það segir heldur enginn að ein stærð passi á alla, og sama á við um titla og stereótýpur.

Geir Ágústsson, 29.2.2024 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband