Umræða, loksins!

Loksins, loksins, loksins! Loksins er kominn fyrsti vísir að einhverri umræðu um málefni innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi.

Umræða þar sem er hægt að hafa ákveðna skoðun án þess að vera bara kallaður rasisti. Það er jú aldrei hægt að kalla formann Samfylkingarinnar rasista þótt hann þrói með sér sömu skoðun og þeir Sjálfstæðisflokknum.

Þetta minnir á danska þjóðfélagsumræðu fyrir 20 árum síðan. Einn stjórnmálaflokkur var að stækka vegna áherslu sinnar á að takmarka streymi hælisleitenda og flóttamanna inn í Danmörku. Flokkurinn var kallaður öllum illum nöfnum þar til danska Samfylkingin tók upp stefnu hans í þessum málaflokki. Þá gat umræðan hafist.

Umræðan er nauðsynleg til að norræn jafnaðarmennska nái að fóta sig á Íslandi. Hún snýst um að verja velferðarkerfið en ekki láta það ná til alls heimsins (fyrir utan skattgreiðendurna sem borga fyrir það - þeir fá ekkert).

Hvað sem mönnum finnst um risavaxinn velferðarvef á könnu hins opinbera hljóta allir fagna því að hann nái fyrst og fremst til innfæddra og bara til annarra ef það er eitthvað aflögu. Það er alls ekki staðan á Íslandi í dag (eða Danmörku, ef því er að skipta, enda getur tekið áratugi að leiðrétta skemmdarverk fortíðarinnar).


mbl.is Oddný rýfur þögnina um orð Kristrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafir þú lesið grein Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests, birt fyrir fáum dögum, þá ætti þér að vera ljóst að tilfinningaklámvæðingu umræðunnar er fjarri því lokið.

Bjarni (IP-tala skráð) 21.2.2024 kl. 18:52

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Það er eins og þegar krakkar eru að kippa fótum af kóngulóm: Fæturnir sprikla aðeins eftir á en ekki lengi. Það blasir við að nú þegar má ræða málefni innflytjenda og hælisleitenda án þess að verða samstundis stimplaður sem rasisti að þá getur sú umræða hafist fyrir alvöru og náð rökréttri og óumflýjanlegri niðurstöðu sinni: Að ekki sé hægt að sameina velferðarkerfi og stjórnlausan innflutning á fólki inn í það.

Þó fyrr hefði verið.

Geir Ágústsson, 21.2.2024 kl. 19:13

3 identicon

Manni finnst þetta yfirklór hjá Samfylkinguni frekar vandræðalegt.

Formaðurinn segir í unræðuþætti eitt, svo keppast gömlu formennirnar að draga í land. Meira að segja Össur var kallaður til að skýra þetta út.

Aumingja Kistrún segir sennilega ekkert markvert í smá tíma, kannski ekki fyrren eftir Landsfundinn.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.2.2024 kl. 20:02

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Birgir,

Þetta er allt aukaatriði. Afstaða formanns Samfylkingarinnar er ljós. Sumir í flokki hennar eru á öðru máli, aðrir sammála, en núna er hægt að hefja umræðuna án þess að menn fleygi rasistastimplinum í allar áttir.

Jafnvel þótt Kristrún dragi í land, enda er núna búið að fá gömlu formennina til að styðja við þá ábendingu hennar að velferðarkerfið þolir ekki meira.

Að einhver hafi sagt eitthvað annað áður er aukaatriði. Menn mega að fá að sjá að sér og aðlaga skoðanir sínar að raunveruleikanum án þess að hljóta bágt fyrir.

Geir Ágústsson, 21.2.2024 kl. 20:09

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er rétt Kristrún hefur nú tengt saman velferðakerfið og hælisleitendur
og það hefur ekki mátt gera.

Viðbrögðin hefðu sennilega orðið allt önnur ef einhver annar forystumaður hefði látið þessi orð falla.

En ef til vill skynja menn þreytu almennings á sjónarmiðum "góða fólksins" sem öskrað hefur nær linnulaust í öllum fréttatímum RUV og víðar síðan 7 október

Grímur Kjartansson, 21.2.2024 kl. 20:47

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það sem gerðist er einfaldlega það að menn byrjuðu að ranghvolfa augunum þegar vitleysingar byrjuðu að baula "rasisti rasisti" eins og mongólítar.

Því meira sem maður segir, því fleiri taka átt í umræðu.  Það þarf ekki nema einn til að brjóta ísinn.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.2.2024 kl. 21:20

7 identicon

Það hefur aldrei neinn verið kallaður rasisti fyrir að vilja draga úr útgjöldum. Kostnaður við kerfið hefur lítið verið ræddur, enda verið óverulegur og þjóðarbúið staðið vel. En upphrópanir manna sem vilja loka fyrir múslima, gula, svarta, austur Evrópubúa o.s.frv. hefur verið gagnrýnd. Danir stunda sem dæmi ekki allir skipulagða glæpastarfsemi og því ekki málefnalegt að nota það sem rök fyrir því að loka landinu fyrir Dönum. Og hætt við að hver sem predikaði slíkt yrði kallaður rasisti. Enda augljóst að hræðsla við glæpastarfsemi Dana er bara fyrirsláttur og þá er nærtækast að telja raunverulega ástæðu vera bullandi rasisma. 

Vagn (IP-tala skráð) 22.2.2024 kl. 10:00

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Er formaður Samfylkingarinnar virkilega að tala með þessum hætti? Svei'attan. Ég hélt að hún væri bara að tala um að girða aðeins fyrir stjórnlausa góðmennsku Íslendinga sem felst í því að bjóða útlendingum ókeypis tannlæknaþjónustu og setja Íslendinga á biðlista. 

Geir Ágústsson, 22.2.2024 kl. 20:06

9 Smámynd: Grímur Kjartansson

Öskurapanir halda áfram að kúga Alþingi og koma í veg fyrir umbætur á útlendingalögunum

Umræðu frestað: „Kunnuglegt stef“ (mbl.is)

Grímur Kjartansson, 23.2.2024 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband