Er sprautan útrunnin eða ekki?

Ahh, þessar gömlu góðu bólusetningar! Þessar sem við þáðum sem krakkar og njótum nú alla ævi. Til dæmis þessar gegn mænusótt (polio, lömunarveiki), sem er skelfilegur sjúkdómur. Samkvæmt dönskum heilbrigðisyfirvöldum í það minnsta (feitletrun mín):

Når barnet er 5 år, får det endnu en vaccination mod difteri, stivkrampe, kighoste og polio. Barnet vil herefter være beskyttet mod difteri og stivkrampe i yderligere 10 år. Vaccinationen beskytter mod kighoste i 5-10 år og mod polio resten af livet

**********

Þegar barnið er 5 ára fær það aðra bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og lömunarveiki. Barnið verður síðan varið gegn barnaveiki og stífkrampa í 10 ár í viðbót. Bólusetning verndar gegn kíghósta í 5-10 ár og gegn lömunarveiki það sem eftir lifir.

Gott og vel. Barnabólusetningin verndar gegn mænusótt alla ævi. Að minnsta kosti í Danmörku.

En hvað segja íslensk sóttvarnaryfirvöld? Eitthvað annað! Tilvitnun (feitletrun mín):

Sóttvarnarlæknir mælir sérstaklega með því að fólk 24 ára og eldra sem ekki hefur fengið bólusetningu gegn barnaveiki og mænusótt á síðustu 10 árum fái slíka bólusetningu fyrir öll ferðalög erlendis. 

Í tilviki barnaveiki rennur sprautan út eftir 10 ár á bæði Íslandi og í Danmörku. Í tilviki mænusóttar rennur íslenska sprautan út eftir 10 ár en sú danska aldrei.

Nú er ég í vafa. Ég fékk íslensku sprautuna á sínum tíma fyrir vel yfir 10 árum síðan. Samkvæmt íslenskum yfirvöldum er ég núna varnarlaus gegn mænusótt. Samkvæmt þeim dönsku ekki. Eru Danir að nota betri efni? Á ég að setjast við hlið dóttur minnar þegar hún verður 5 ára og biðja um sprautu líka? Verður hlegið að mér? Á ég að prenta út leiðbeiningar íslenskra yfirvalda og heimta sprautu?

Öll ráð vel þegin. Kannski ég hafi misskilið eitthvað hérna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert er öruggt!

Kenning Darwins og afstæðiskenning Einsteins eru ekki öruggar. En á meðan þær eru ekki afsannaðar verður að gera ráð fyrir sannleiksgildi þeirra.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.11.2022 kl. 22:52

2 identicon

Barnabólusetningin veitir vernd en ekki 100% vernd alla ævi. Þú getur fengið lömunarveiki þó líkurnar séu litlar. Og þá er bara metið að það borgi sig ekki að bólusetja þig og aðra fullorðna aftur, ódýrara sé að sleppa því og annast þig frekar fáir þú lömunarveiki, eða öllu kostnaðarmati sleppt og þér ráðlagt að fá sprautuna þó ódýrara væri að láta þig lamast. Það sem þú ert að sjá og furða þig á er ekki munur á bóluefnum heldur afstöðu þeirra sem sjá um heilbrigðisþjónustuna.

Vagn (IP-tala skráð) 22.11.2022 kl. 23:23

3 identicon

Sæll Geir, 
Hvers vegna að vera taka einhverja óþarfa áhættu með einhverju svona líka  eiturefna-drasli ??? 









Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.11.2022 kl. 00:24

4 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.11.2022 kl. 00:52

5 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.11.2022 kl. 00:54

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það var viljandi að ég tók beinar tilvitnanir beint af heimasíðum yfirvalda. Það er ekki snefill af fyrirvara hjá þeim dönsku hvað varðar mænusóttina. Ekki snefill. 

Frá öðru dönsku yfirvaldi (SSI):

"Vaccination mod polio indgår fortsat i det danske børnevaccinationsprogram i alderen 3, 5 og 12 måneder samt i 5-års alderen. Et fuldført vaccinationsprogram med 4 poliovaccinationer giver livslang beskyttelse mod polio."

Íslensk og dönsk yfirvöld gefa samtals fjórar sprautur þótt Íslendingar bíði með þá fjórðu til 14 ára aldurs, af einhverjum ástæðum (5 ára í Danmörku). Dönsk yfirvöld segja að það veiti lífslanga vernd, íslensk yfirvöld segja að glundrið dugi bara í 10 ár. 

Nei, veistu, ef vísindi eru eitthvað sem gengur upp þvert á landamæri þá er þetta eitthvað annað en vísindi, að mér sýnist.

Geir Ágústsson, 23.11.2022 kl. 07:34

7 identicon

Vernd er ekki endilega 100% þó hún sé ævilöng. Hvað Dönsk yfirvöld telja þig þurfa mikla vernd byggir á hagfræði. Vísindin breytast ekkert þó pólitíkusar taki ákvarðanir sem byggja á einhverju öðru.

Vagn (IP-tala skráð) 23.11.2022 kl. 10:22

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Meira að segja hið sprautuglaða CDC í Bandaríkjunum er á því að fjórir skammtar séu nóg (og segja að þrír skammtar veiti 99% vörn):

"CDC recommends that children get four doses of polio vaccine. They should get one dose at each of the following ages: 2 months old, 4 months old, 6 through 18 months old, and 4 through 6 years old. Children who have not completed their polio vaccinations should see their healthcare professional to complete the vaccine series.

Most adults in the United States were vaccinated as children and are therefore likely to be protected from getting polio. In general, unless there are specific reasons to believe they were not vaccinated, most adults who were born and raised in the United States can assume they were vaccinated for polio as children. Polio vaccination has been part of the routine childhood immunization schedule in the United States for decades and is still part of the routine childhood immunization schedule. Adults who received any childhood vaccines in the United States almost certainly were vaccinated for polio."

Og:

"nactivated poliovirus vaccine (IPV) is the only polio vaccine that has been given in the United States since 2000. IPV protects against severe disease caused by poliovirus in almost everyone (99 out of 100) who has received all the recommended doses. Two doses of IPV provide at least 90% protection, and three doses provide at least 99% protection."

Allri lyfjagjöf fylgir einhver áhætta. Af hverju að leggja til FIMMTA skammtinn á Íslandi? Ekki í Danmörku. Ekki í Bandaríkjunum. En á Íslandi já. Þetta er stórfurðulegt. Er verið að hækka vörn úr yfir 99% (þriðja sprautu) eða yfir það (fjórða sprauta) í hvað? 110%?

Geir Ágústsson, 23.11.2022 kl. 18:13

9 identicon

Og samt ráðleggur CDC, og sennilega Dönsk stjórnvöld einnig, ferðalöngum til vissra landa, aðallega í Asíu og Afríku, og sumum heilbrigðisstarfsmönnum að fá sér fimmtu sprautuna. Nærri því eins og traustið á fulla vernd fjögurra sprauta sé ekki alveg fullkomið og einhver ríkisstarfsmaður hafi metið líkur og tekið þá pólitísku ákvörðun að fjórar sprautur væru nóg...en samt ekki....

Vagn (IP-tala skráð) 23.11.2022 kl. 20:33

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Moonistar og aaarghh. Hvað er að fólki með samsærisheila? Hverju urðuð þið fyrir í barnæsku, svo þið haldið nú að allir séu að plotta gegn ykkur með drápssprautum?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.11.2022 kl. 06:27

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Vilhjálmur,

Traust þitt á vel tengdum gjörspilltum lyfjafyrirtækjum með langa sögu af skaðabótamálum, feluleik með upplýsingar og sölu á efnum sem þau vita að eru eitruð er aðdáunarvert.

En auðvitað eru ekki allir að plotta. Bara sumir. Og hérna eru færð rök fyrir því að það þurfi að sprauta þig í fimmta skipti og á 10 ára fresti gegn mænusótt "fyrir öll ferðalög erlendis" skv. íslenskum yfirvöldum.

Geir Ágústsson, 24.11.2022 kl. 08:50

12 identicon

Vilhjálmur Zíonisti,
Allir þessir MSM- fjölmiðlar, Big Pharma og co. eru allt saman góðir Zionistar og/eða stuðningsmenn Zíonista Ísraels. Er það ekki einmitt málið hjá ykkur Zíonistum, að koma öllu þessu MSM -fjölmiðla-rusli í hugann/heilann á fólki, svo og eyðileggja líkamann/ónæmiskerfið með taugaeiturefnum (e. neurotoxins) líka, þú


Þorsteinn Sch. Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.11.2022 kl. 21:38

13 identicon

Þorsteinn Sch. Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.11.2022 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband