Holland í línuritum

Holland er um margt áhugavert dæmi um áhrif veiru á samfélagið. Þar hefur mjög hörðum sóttvarnaraðgerðum verið beitt - nú seinast útgöngubanni - og skiljanlega komin mikil þreyta í almenning. Um leið er því ekki að neita að veiran hefur tekið mörg líf.

Skoðum nokkur línurit.

Dauðsföll á dag (heimild):

daily_deaths

Aldursdreifing látinna (heimild):

agedist

Svolítið margir undir sjötugu að manni finnst, samanborið fyrir Norðurlöndin. Er til skýring á því? Frá hollensku tölfræðisíðunni: 

"The underlying numbers of hospital admissions and deaths are not complete. There is no obligation to report admissions and deaths with COVID-19 to the GGDs."

Hvað þýðir þetta? 

Allar dánarorsakir síðan veiran fór á flakk í Hollandi (heimild):

all_deaths

Veiran í 4. sæti eins og í Svíþjóð þar sem er hægt að fara í klippingu og í ræktina og engin grímuskylda nema á álagstímum í almenningssamgöngum. Aftur er hægt að spyrja sig: Hvað hafa harðar sóttvarnaraðgerðir umfram vægari sóttvarnaraðgerðir? Er kannski eitthvað annað sem ræður för veirunnar en grímur og lokaðar skóverslanir?

Dauðsföll umfram meðaltalið (heimild):

excessdeaths

Vissulega slæmt tímabil núna og svipað ársbyrjun 2018, en enn og aftur má sjá hér dæmi um að hörðustu aðgerðirnar komi á tímabili batnandi ástands. Því miður nær línuritið ekki til svínaflensuáranna. Línurit Belgíu og jafnvel Englands og Frakklands er keimlíkt. Kannski veiran kunni vel við loftslag þessa hluta Evrópu.

Þegar allt kemur til alls er kannski skiljanlegt að hollenskur almenningur sé orðinn þreyttari á sóttvarnaraðgerðum en sóttinni.


mbl.is Mótmæltu hertum sóttvarnaaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband