Hinn íslenski 'dauða'dómur

Bandarísk-íranskur maður og eiginkona hans hafa verið formlega ákærð fyrir að halda samkvæmi í Teheran en önnur hjón hafa verið dæmd til dauða fyrir að standa að siðspilltum samkomum. 

Fáránlegt, ekki satt? Jú vissulega, en lítum okkur nær.

Íslenskur einstaklingur heldur partý. Hann er í vinnu, á vini og stundar íþróttir. Hann er hins vegar óhræddur við að prófa nýja hluti og hafði eytt mánuðum saman í að rækta ákveðna plöntu og týna af henni laufblöðin, þurrka, mylja og vefja í pappír. Hann býður partýgestum upp á efnið, gjaldfrjálst. Flestir afþakka en einn og einn tekur boðinu. Allir eru glaðir, enginn beitir ofbeldi og enginn rænir eða er rændur. 

Nú mætir lögreglan á staðinn. Maðurinn er handtekinn. Hann játar. Hann iðrast. Honum er varpað í fangelsi og sakaskráin hans er uppfærð með mörgum svörtum blettum. 

Eftir mörg ár í fangelsi er manninum hleypt út. Hann fær hvergi vinnu. Hver vill ráða mann með flekkað sakarvottorð? Hann neyðist til að stela til að eiga í sig og á. Lífi hans sem venjulegs borgara er lokið. 

Vissulega heldur hann lífi en ríkisvaldið svipti hans lífsviðurværinu, ærunni og jafnvel vinunum. 

Lítum okkur nær. 


mbl.is Ákærð fyrir veisluhöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Dramatísk (og ýkt?) er lýsing þín, Geir, á þessu íslenzka tilfelli!

Hitt, frá islamistaríkinu Íran, er náttúrlega hrikalegt.

Jón Valur Jensson, 13.3.2017 kl. 11:50

2 identicon

Það fer enginn í fangelsi á íslandi fyrir að eiga nokkrar grasplöntur.

Hallur (IP-tala skráð) 13.3.2017 kl. 12:33

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Blettur á sakaskránni lokar mörgum dyrum. Ég þurfti að sýna hreint sakarvottorð til að fá vinnu sem póstburðarmaður á sínum tíma. Þær dyr hefðu lokast fyrir mér þegar ég þurfti virkilega á þeim að halda. En nei, menn þurfa að hafa nokkrar pillur í vasanum til að fara í fangelsi á Íslandi. 

Geir Ágústsson, 13.3.2017 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband