Pólitísk áhrif til sölu

Bankar kunna leikinn, hinn pólitíska leik. Þeir hafa tryggt sér þægilega stöðu með því að fá yfirvöld víða um heim til að takmarka mjög aðgengi að markaði þeirra. Bankarnir njóta ýmiss konar forréttinda sem öðrum fyrirtækjum bjóðast ekki. Yfirvöld starfrækja seðlabanka til að framleiða fyrir þá peninga og verja þá fyrir áföllum. 

Bankarnir vita að pólitísk áhrif eru mikilvæg til að verja þægilega aðstöðu sína. Þess vegna fékk Hillary Clinton svimandi fjárhæðir fyrir nokkrar ræður á fundum banka. Fyrrverandi ráðherrar og þingmenn fá svimandi fjárhæðir fyrir svolitla ráðgjafavinnu sem felst sennilega aðallega í að hringja í vini sína innan ráðuneyta og fá aðgang að leynilegum skýrslum.

En þeir eru fleiri en bankarnir sem stunda svona leiki. Á Íslandi fá fyrrverandi þingmenn stöður framkvæmdastjóra eða talsmanna fyrir ákveðin hagsmunasamtök. Þannig er hægt að fá pólitísk áhrif.

Allt er þetta merki um of stórt ríkisvald sem ræður of miklu. Þar sem ríkisvaldið setur reglur svara fyrirtæki fyrir sig með því að kaupa sér pólitísk áhrif. Markaðslögmálin eru sett ofan í skúffu. Neytendur hafa lítið um málið að segja. Allt er ákveðið á fundum hjá hinu opinbera. 

Vernd ríkisvaldsins er oftar en ekki bara yfirskyn fyrir hnífsstungu í bakið seinna. 


mbl.is Fær 1,8 milljónir á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband