Ívilnanir eru viðurkenning á því að kerfið er gallað

Þegar stjórnvöld veita ívilnanir eru þau um leið óbeint að viðurkenna að reglur eru of margar og skattar of háir. Stjórnvöld eru að segja að ekki sé hægt að byggja upp ákveðinn rekstur í hinu almenna umhverfi og að sérstakar tilslakanir þurfi til að viðskiptahugmyndin gangi upp.

Aðrir, sem njóta ekki ívilnana, eru svo fórnarlömbin. Þeir þurfa að uppfylla allar reglurnar og borga alla skattana. Heilbrigðum fyrirtækjum, sem ráða við hærri skatta og fleiri reglur, er refsað. Þau fá að blæða á meðan aðrir njóta ívilnana. 


mbl.is ESA samþykkir ívilnunarsamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig hefur alltaf grunað að kerfið sé viljandi haft vitlaust svo einstaka embættismenn geti veitt ívilnanir.

Það verður að vera gluggi til spillingar, það er sálrænt atriði.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.7.2016 kl. 17:15

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sólarsellu fyrirtæki hafa mörg hver byrjað vel en farið svo á hliðina. Hér voru vinstri stjórnmálamenn sem lofuðu virkjun og atvinnu. Ríkisfyrirtæki beitt fyrir vagninn í virkjunum. Þeim hentaði vel að taka höndum saman við ungt fyrirtæki frá Kanada. Stofnað 2006 sem hefur fengið banka á meginlandi Evrópu í lið með sér.

Fyrir nokkrum árum hrundi markaðurinn þegar stjórnvöld í Kína dældu peningum í sólarrafhlöðufyrirtæki. 

Við Húsavík er mikill spenna í atvinnulífinu. Þeir sem eru á svæðinu í samkeppni um vinnuafl mega sín lítils. Flestir vona að menn lifi það af og að hið stóra ívilnunarfyrirtæki meigi dafna. Án ívilnanaafla er ólíktlegt að þessi maskína hafi orðið til. Eins og þú segir eru áhrifin víðtæk um allt land þar sem mikill spenna ríkir á vinnumarkaði. 

Trúlega fleitir þessi skakka atvinnuuppbót einhverjum þingmönnum inn á þing. Þar munu þeir hinir sömu leggja sig fram við að hamra á fórnarlömbunum og krefja þá sem eru í samkeppni um aukna skatta. Refsað eins og þú segir kurteisislega.

Sigurður Antonsson, 29.7.2016 kl. 21:10

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Stjórnmálamenn baða sig í dýrðarljóma ívilnanasamninga. Þeir einblína á það sem er sýnilegt en gleyma því ósýnilega - öllum fyrirtækjunum sem gátu ekki bætt við sig mannskap, ekki þróað nýja vöru og ekki uppfyllt þarfir neytenda. 

Geir Ágústsson, 30.7.2016 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband