Peningum allra ausið í áhugamál sumra

Ríkisstjórnin er komin í kosningaham og ausir nú fjármunum skattgreiðenda í allskyns málefni sem eru talin líkleg að útvegi atkvæði.

Nú skal það sannað fyrir kjósendum að ekki þarf að kjósa vinstriflokkana til að vinstristefna ráði ríkjum því allir flokkar hegða sér eins og vinstriflokkarnir. Gallinn er sá að kjósendur sjá oft í gegnum kosningasýninguna og velja samt vinstriflokkana til að tryggja framgang vinstristefnunnar. 

Fyrir vikið sitja flokkar sem kalla sig miðju- eða hægriflokka eftir án stefnumála. Þeir segja eitt en gera annað. Kjósendum býðst ekki sá möguleiki að kjósa til valda flokka sem berjast raunverulega fyrir losun á kverkataki ríkisvaldsins.

Ég vissi að ráðherrar væru með mikil völd en vissi ekki að þeirra völd lægju utan takmarkana vegna fjárlaga, stefnuskrá eigin flokka og yfirlýsinga eigin ríkisstjórna. Eru engin mörk?


mbl.is Ríkissjóður er í betri færum en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað um að nógu margir frjálshyggjumenn flytji til tiltekins fámenns landshluta og brjóti sig burt frá Íslandi?

D. S. (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 17:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Tjah jú jú en er flóttinn frá ofbeldinu lausn á því?

Geir Ágústsson, 28.7.2016 kl. 17:42

3 identicon

Sæll.

Það kostar ekkert vinna góðverk með annarra manna fé. Svo á að bæta við millidómstigi hér. Það á eftir að kosta okkur mikið.

Annars rakst ég að mjög góða grein í mánudagsmogganum (25. júlí) sem ég hvet alla til að lesa. Hún er kannski pínulítið tyrfin en eigi að síður mjög vel skrifuð. Hún heitir "Næsta brotlending" - ég man ekki hver skrifaði hana en mér brá svolítið þegar ég var búinn að lesa hana.

Hún er svona vinsamleg, en mjög vel rökstudd viðvörun, sem menn láta auðvitað sem vind um eyru þjóta því enginn vill heyra slæmar fréttir.

Helgi (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 19:50

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Þetta er vissulega grein sem vekur óhug. Sumir hafa sagt að seinasta hrun hafi verið bankahrun sem var bjargað af ríkissjóðum, en að næsta hrun verði ríkissjóðahrun og þá verði enginn til að bjarga neinu.

Vandamálið er seðlaprentunarvald hins opinbera, hvort sem það liggur hjá einstaka ríkjum eða fjölríkjastofnunum eins og ESB eða IMF. Það besta í stöðunni er að skulda lítið og tryggja sér verðmætaskapandi þekkingar, meðal annars. 

Geir Ágústsson, 28.7.2016 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband