Spilling er leiđ framhjá hindrunum

Í sumum ríkjum er spilling útbreidd og talin vera mikiđ vandamál. Undir ţađ tek ég alveg. Spilling er hins vegar ekki eitthvađ sem sprettur fullskapađ upp úr jörđinni og leggst á fólk og fyrirtćki.

Spilling er oftar en ekki leiđ til ađ ţrćđa flókna frumskóga skattheimtu og reglugerđa. Hún er viđbragđ viđ kćfandi kerfi.

Spilling ţrífst ekki nema hún borgi sig. Nú meina ég ekki endilega í fjárhagslegum skilningi. Spilling ţrífst ţegar ţađ er einfaldara ađ stunda viđskipti međ ţví ađ fóđra hana en ađ sleppa ţví (t.d. borga lögreglumönnum fyrir ađ hafa sig á brott eđa embćttismanni til ađ veita leyfi fyrir einhverju).

Spilling er lítiđ vandamál á Íslandi af ţví ađ kostnađurinn viđ hana er meiri en kostnađurinn viđ ađ stunda heiđarleg viđskipti (yfirleitt). Lítil spilling á Íslandi er ekki einhver afleiđing heiđarlegs uppeldis trúrćkinna Íslendinga. Ţegar viđskiptahöft einkenndu íslenskt hagkerfi og samfélag ţreifst spilling eins og annars stađar ţar sem svipađ ástand er viđ lýđi í dag.

En ţetta gleymist. Menn halda ađ baráttan viđ spillinguna verđi unnin međ ţví ađ sekta einhverja einstaklinga og jafnvel ađ stinga ţeim í steininn. Ţađ er eins og ađ ćtla sér ađ lćkna blćđandi svöđusár međ ţví ađ skera á sig nýtt sár og hleypa blóđinu ţar út og vona ađ svöđusárinu hćtti ađ blćđa.

Skilvirkasta leiđin til ađ berjast gegn spillingu er ađ einfalda regluverkiđ, fćkka hindrunum á eđlilegum viđskiptum, lćkka skatta, styrkja eignarréttinn og minnka völd hins opinbera.


mbl.is Krefst ekki afsökunarbeiđni frá Cameron
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skv lista Transparency International er miklu meiri spilling á Íslandi en á hinum Norđurlöndunum. Međan hin löndin eru í 1., 2., 3. og 5. sćti yfir minnstu spilltu lönd heims er Ísland í 13 sćti.

Ađalástćđan er greinilega sú ađ hćgri pólitík hefur ríkt hér lengst af međan vinstri pólitík hefur einkennt stjórnarfariđ í hinum löndunum.

Frjálshyggjan ýtir undir spillingu á ţann hátt ađ spillingin er viđurkennd og eftirlit í lágmarki. Ţar sem frjálshyggjan ríkir streymir fé í ríkum mćli frá hinum verr settu til hinna betur settu. Ţađ er mikil spilling.

Skattar verđa ađ vera svo háir ađ ţeir geti fjármagnađ innviđina sem almennt eru mjög illa haldnir á Íslandi. Ađ öđru óbreyttu ţyrfti ţví ađ hćkka skatta en ekki lćkka.

En međ ţví ađ taka eđlilegt gjald fyrir fiskveiđikvóta og orku til stóriđju, hćkka tekjuskatta á ofurtekjur og taka aftur upp auđlindarskatt er hćgt bćta innviđina án ţess ađ hćkka skatta á almenning. Jafnvel mćtti ţannig lćkka skattana á lćgri tekjuhópa.

Nauđsynlegt er ađ auka skattaeftirlit og banna eftir megni skattaskjól ţannig ađ skattsvik borgi sig ekki. Frjálshyggjan vill hins vegar sem minnst eftirlit og ýtir ţannig undir skattsvik.

Ađ ţau lönd í heiminum ţar sem kratar hafa veriđ lengst af viđ stjórnvölinn séu minnst spilltu lönd heims segir sína sögu. Hćgri áróđur má sín lítils gagnvart slíkum stađreyndum.

Ásmundur (IP-tala skráđ) 12.5.2016 kl. 09:30

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Forstjóri Transparency International er međ ađeins öđruvísi bođskap:

"Corruption can be beaten if we work together. To stamp out the abuse of power, bribery and shed light on secret deals, citizens must together tell their governments they have had enough."

Geir Ágústsson, 12.5.2016 kl. 11:28

3 identicon

Nei, tilmćli forstjórans eru einmitt góđ lýsing á ţví hvernig jafnađarmenn vinna og um leiđ andstađa viđ vinnubrögđ frjálshyggjumanna.

Misnotkun á valdi, mútur, leyndarhyggja og lágmarkseftirlit eru fylgifiskar hćgri stefnu. Til ađ jöfnuđur geti aukist ţarf ađ útrýma ţessum meinum.

Ásmundur (IP-tala skráđ) 12.5.2016 kl. 13:05

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Ţú ert búin ađ skrifa mörg orđ en ég skil ekki alveg tenginguna á milli öflugs ríkisvalds međ viđamikiđ eftirlit og mikiđ vald í höndum embćttismanna annars vegar, og lítillar spillingar hins vegar. Er ţađ rétt skiliđ?

Sem sagt, ađ ţađ sé vćnlegra til ađ lágmarka spillingu ađ fela ákvarđanir í hendur einstaklinga sem sjá ekki fram á persónulegt gjaldţrot ef ţeir gera á sig. 

Ég er mjög opinn fyrir nánari útskýringum. 

Geir Ágústsson, 12.5.2016 kl. 14:16

5 identicon

Hvort er ţetta vinstri eđa hćgri spilling?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/05/12/ludvik_radinn_hafnarstjori_i_hafnarfirdi/

ls (IP-tala skráđ) 12.5.2016 kl. 14:48

6 identicon

Geir ađ sjálfsögđu geta opinberir starfmenn nýtt krafta sína til ađ minnka spillingu. Td hefur skattrannsóknarstjóri upplýst ađ aukiđ fjármagn í skattrannsóknir skili sér margfalt tilbaka.

Ţess vegna var ţađ til vitnis um spillingu ţegar núverandi ríkisstjórn minnkađi fjárframlög til embćttis skattrannsóknarstjóra. Hún dró ţar taum skattsvikara á kostnađ almennings.

Opinberir starfsmenn sćta eftirliti og hafa almennt ekki orđ á sér fyrir spillingu enda vilja ţeir síđur missa starf sitt. Spillingin er fyrst og fremst hjá stjórnmálmönnum.

Ásmundur (IP-tala skráđ) 12.5.2016 kl. 21:52

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hefur opinber forstöđumađur lýst ţví yfir ađ aukiđ fjármagn í hans rekstur muni skila árangri? Ţađ var nú gott. 

Geir Ágústsson, 15.5.2016 kl. 11:51

8 identicon

Er ţađ ekki augljóst ađ aukiđ fjármagn til opinberra stofnana mun skila sér í betri ţjónustu?

Ţannig mundi heilbrigđiţjónustan batna, skólar taka framförum og verđa samkeppnishćfir viđ erlenda skóla, viđhald vega verđa viđunandi og lögreglan gćti sinnt lögbundnum skyldum sínum.

Ertu í einhverjum vafa um ađ ţetta yrđi reyndin ef nćgt fjármagn fengist?

Ásmundur (IP-tala skráđ) 15.5.2016 kl. 18:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband