Leyfum Samfylkingunni að vera í friði

Hvað með það þótt Samfylkingin og fyrirrennar hennar hafi haft skrifstofur í eigu huldufélaga í marga áratugi?

Einhvers staðar þurfa vinstrimennirnir að vera til að gera áætlanir um framtíðina, ekki satt?

Ég legg til að Samfylkingin fái að eiga sín leyndarmál í friði á meðan þau eru ekki á kostnað skattgreiðenda (líklega frekar á kostnað gömlu Sovétríkjanna). Í leiðinni legg ég til að aðrir fái að njóta svipaðrar friðhelgi. Íslendingar hefðu gott af því að venja sig af eilífri forvitni af einkamálum annarra. 

Í staðinn ættu Íslendingar að bæta í forvitni sína á málefnum hins opinbera. Í Danmörku voru framleiddir nokkrir þættir (af danska ríkisútvarpinu, vel á minnst) sem hétu Sóun á fé þínu (d. Spild af dine penge). Í þeim gekk blaðamaður á hina ýmsu opinberu starfsmenn og lét þá svara fyrir milljónir ofan á milljónir sem fóru í svo gott sem ekkert. 

Þættirnir eru því miður ekki aðgengilegir lengur en hér má sjá lítið atriði um bekk sem kostaði milljón danskar krónur (þar af 800 þúsund í ráðgjafarvinnu). Hvað ætli séu margir slíkir bekki í Hörpu?


mbl.is Segir félagið tengt Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Núna, hvað, 25 árum eftir fall sovétríkjanna, þá grunar mig að leftistarnir séu löngu búnir að sóa fé því sem þer fengu frá KGB/NKVD/COMINTERN Maó formanni og ég veit ekki hverjum öðrum.

Skemmtilegast finnst mér til þess að hugsa samt að þeir skuli líklegast vera að standa í einhverju major skattsvindli þarna.

Það er ekki einu sinni írónískt, vegna þess að ég fyllilega býst við einhverju svoleiðis, og er örugglega ekkert einn um það.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.4.2016 kl. 16:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir. Samkvæmt lögum um fyrirtækjaskrá er þetta skráningarskylt. Finnst þér í lagi að "leyfa" Samfylkingunni að brjóta þau lög?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2016 kl. 16:44

3 identicon

Guðmundur, Samfylkingin er auðvitað ekki að brjóta nein lög. Ertu virkilega að halda því fram að ef þú leigir íbúð að þá berir þú ábyrgð á hugsanlegum lögbrotum leigusalans? Auk þess er ekkert ólöglegt við það að félag sé skráð erlendis, ef það er tilfellið, sem ég efast um.

Allir þeir sem hafa tengsl við stjórnmálaflokka og er getið í Panama skjölunum eru sjálfstæðismenn eða framsóknarmenn. Þetta er auðvitað óþolandi fyrir hægri menn. Þess vegna reyna þeir í örvæntingu  að klína skattaskjólum á vinstri menn. Algjörlega án árangurs enn sem komið er.

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 18:01

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reyndar er það rétt hjá þér Ásmundur, að Samfylkingin sjálf er ekki beinlínis að brjóta lög með þessu, heldur þeir sem standa að hinum umræddu félögum. Ég biðst velvirðingar á þessari ónákvæmni hjá mér. Þá vaknar hinsvegar sú spurning, hvort þessi umræddu félög séu ekki tengd Samfylkingunni með einhverjum hætti? Eða voru samningarnir um leiguna kannski gerðir við einhver huldumann á bak við hól í Öskjuhlíðinni?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2016 kl. 18:20

5 identicon

Guðmundur, hvað kemur það málinu við hvort einhver tengsl séu á milli Samfylkingarinnar og einhvers eða einhverra eiganda félagsins sem á húsnæðið sem flokkurinn leigir? Þessir eigendur eða félagið hafa auk þess ekki verið uppvísir að lögbroti.

Áttu við að ef þú leigir íbúð af vinnufélaga þínum (eða öðrum sem þú hefur einhver tengsl við)að þá berir þú ábyrgð á hugsanlegum lögbrotum hans jafnvel þó að þú getir ekki með nokkru móti hafa vitað um þau? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 19:15

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér þætti sjálfsagt sem kjósanda Samfylkingarinnar að fá allt á borðið hér. En það er ég ekki.

Ákæruvaldið hlýtur síðan að taka á lögbroitum ef þau er að finna. 

Rússagullið hefur eflaust verið vel ávaxtað (líklega erlendis). Það er að mörgu leyti skynsamlegt sama í hvaða flokki maður er.

Samfylkingin fer undan í flæmingi hér eins og áður. Þeir eiga jú ekki í önnur hús að venda - bókstaflega.

Geir Ágústsson, 16.4.2016 kl. 19:51

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur, lastu þessa?

http://andriki.is/post/142761344134

Geir Ágústsson, 16.4.2016 kl. 21:45

8 identicon

Geir, það er ekkert athugavert við að einhver tengsl séu á milli leigukaupa og leigusala.

Þvert á móti eykur það líkur á að leigukaupa verði ekki sagt upp. Ef þú leigir hjá kunningja þínum eru kannski minni líkur en annars á að þér verði gert að flytja út.

Það er auðvitað fráleitt að þú takir á þig ábyrgð á gjörðum leigutakans með því að leigja af honum húsnæði ef þú gefur leiguna upp til skatts. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 08:55

9 identicon

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var algjörlega samstíga OECD í baráttunni gegn skattaskjólum.

Hún innleiddi því CFC reglur um skattaskil sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur höfðu vísvitandi hunsað þrátt fyrir að nágrannaþjóðirnar höfðu tekið þær upp.

Þessi vanræksla núverandi stjórnarflokka var liður í að hafa sem minnst eftirlit á sviði fjármála sem olli því að hér varð hrun og landið í raun gjaldþrota meðan aðrar þjóðir höfðu annan hátt á og upplifðu því aðeins kreppu.

Þessi vanræksla er aðalástæðan fyrir því að Ísland kemur langverst allra þjóða út úr Panama skjölunum. Þessi staðreynd hefur fallið í skuggann af frammistöðu forsætisráðherra í sjónvarpi. Mótmælin á Austurvelli hafa hins vegar komið í veg fyrir að niðurlæging þjóðarinnar yrði algjör.

Ákvörðun OECD um að hætta að gefa út lista um lágskattasvæði sem CFC reglur ná yfir hafði auðvitað ekkert með það að gera að halda leynd yfir þeim eins og Katrín Jakobsdóttir útskýrir vel í hlekknum sem Þorsteinn Sch. Thorsteinsson vísar á.

Undarlegt að væna vinstri flokkana um að halda hlífiskildi yfir lágskattasvæðum fyrir það eitt að vera samstíga OECD í baráttunni gegn þeim. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 09:35

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur:

Það er athyglisvert að þú notar orðið "einhver" í setningunni: "það er ekkert athugavert við að einhver tengsl séu á milli leigukaupa og leigusala"

Tengslin eru ófrávíkjanleg. Sjóðurinn er ríki frændinn sem borgar undir húsnæði ættingja síns hvert sem hann fer. En það er ekkert nýtt. 

Geir Ágústsson, 17.4.2016 kl. 15:04

11 identicon

Geir, Árni Páll hefur upplýst að leigan á Hallveigarstígnum er á markaðsverði.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 17:49

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Um það má samt deila:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/04/14/husaleiga_undir_markadsvirdi/

Geir Ágústsson, 17.4.2016 kl. 18:12

13 identicon

Leiga skv gömlum samningum er mun lægri en skv nýjum samningum. Auk þess er ekkert athugavert við það að fá leigt undir markaðsverði nema að á móti komi einhver óeðlileg fyrirgreiðsla.

Það er engin spilling fólgin í því að ríkur frændi þinn leigi þér íbúð undir markaðsverði ef ekkert annað hangir á spýtunni. Það væri hins vegar spilling ef hann sem opinber starfsmaður myndi hygla þér vegna frændseminnar með því að leiga þér íbúð í eigu ríkisins á lægra verði en öðrum. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband