Hvað með hvalreka fyrir alla?

Af einhverjum ástæðum hafa yfirvöld beint eða óbeint lagt mikla áherslu á að á Íslandi sé framleitt mikið af afþreyingu. Já, afþreyingu sem hjálpar fólki að losna við frítímann sinn yfir einhverju áhorfi eða tölvuleikjaspilun.

Afþreyingariðnaðurinn á Íslandi nýtur endurgreiðslna, skattaívilnana og allskyns aðstoðar. 

Á meðan sitja aðrir verðmætaskapandi aðilar eftir með fulla skattheimtu og þurfa jafnvel að eiga við flókið kerfi sem beinlínis hindrar verðmætasköpun þeirra.

Almennir skattgreiðendur fá heldur enga sérstaka afslætti eða endurgreiðslur.

Nei, það er talið mikilvægast að framleiða afþreyingu sem mætti í mörgum tilvikum kalla tímasóun.

Já, orðum þetta svona: Á Íslandi er ríkisvaldið duglegt að niðurgreiða eða styðja við tímasóun.

Vissulega er afþreyingariðnaðurinn mikilvægur og hann skilar líka gjaldeyri til Íslands og skapar mörg störf en ég spyr mig samt: Af hverju er afþreying svona gríðarlega mikilvæg að hún þurfi að njóta sérkjara á meðan aðrir þurfa að starfa í umhverfi himinhárrar skattheimtu þar sem hið opinbera flækist fyrir í hverju skrefi?


mbl.is Hvalreki fyrir efnahagslífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ríkisútvarpið danska? Er það ekki sama og hið íslenska vanhæft til að fjalla um þjóðfélagsmál. Ríkisfyrirtæki laða að sér vinstri menn. Í skjóli hlutleysis er RÚV að stytta kjörtímabilið og raska lýðræðisréttindum. Þeir létu auglýsendur og skattgreiðendur kosta leynispyrjandann sem vann leikritið með hinu sænska. 

Erum við eitthvað bættari þótt ríkisútvarp komi auga á milljónkróna bekk? Opinber eyðsla er þekkt sem dýr kostur undir yfirskini að það sé verið bæta hag almennings. Vinstrimenn klifa á þessu og fá ótrúlegt fylgi.

Vaxtamunurinn sem viðgengst hér á landi er annað furufyrirbærið. Eflaust langt um fram það sem gerist í Danmörk? Í Noregi er vaxtagreiðslur af íbúðalánum um 2.7 prósent. Hér eru verðtryggð lán frá 5 - 10 prósent. Þau fyrirtæki sem geta fjármagnað sig erlendis og fjárfest á Íslandi búa við allt önnur kjör en lítill íslensk. Vaxtamunurinn 4 - 10 % og kallar á óþarfa verðbólgu. Allt í skjóli lífeyrissjóða sem nú eru að eignast Ísland. Líkt og SÍS forðum.

Ligeglad, bæði á Íslandi og í Danmörk eða snjóbolti sem engin ræður við.  

Sigurður Antonsson, 16.4.2016 kl. 21:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég hef fulla samúð með því sem þú skrifar og skal alveg taka undir að svolítil umfjöllun um sóun í opinbera geiranum gerir lítið til að hrista stoðir kerfisins. Sjálfum þótti mér hins vegar athyglisvert að sjá ríkisútvarp taka yfirherrana á beinið sem tilbreyting við eilífa predikun um ágæti ríkismiðstýringar og ríkiseinokunar. 

Almennt eru Danir tortryggnari á það sem ríkisvaldið tekur sér fyrir hendur en Íslendingar. Þeir eru duglegri að spurja stjórnmálamenn sína erfiðar spurningar og duglegri að minna þá á mótsagnakenndar yfirlýsingar þeirra. Enda gerast breytingar í Danmörku mjög hægt (þetta gildir í báðar háttir - það tekur langan tíma að vinda ofan af vitleysunni líka).

Geir Ágústsson, 19.4.2016 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband