'Mælt' en ekki rétt

Í mörgum ríkjum tíðkast að "mæla" atvinnuleysi þannig að það komi vel út fyrir stjórnmálamenn. Ísland er engin undantekning. 

"Mælingin" á atvinnuleysi telur bara lítinn hóp þeirra sem vantar vinnu.

Stundum eru þeir dregnir frá sem er búið að koma á skólabekk á bótum. Stundum eru þeir dregnir frá sem eru bara í hlutastarfi en langar í fullt starf en hafa gefist upp á leitinni. Stundum eru þeir dregnir frá sem eru á annars konar framfærslu en "atvinnuleysisbótunum". Þeir sem hafa einfaldlega gefist upp á leitinni að einhverri vinnu koma vitaskuld ekki fram í tölfræðinni. Sumum finnst til dæmis ekki borga sig að vinna á launum sem eru litlu hærri en bæturnar og halda í 40 tíma frítímann sinn í skiptum fyrir mjög litla skerðingu á ráðstöfunarfé. 

Á móti kemur að sumum langar bara alls ekki að vinna en hanga á spenanum því þeir geta það. Sumir eru á leið úr einu starfi í annað en taka því rólega á bótum á meðan.

Tölfræðin er jafngóð og handahófskennd tala sem er dregin upp úr hatti.

En er þá engin leið að átta sig á ástandinu á atvinnumarkaðinum? Jú, ætli það ekki. Ekki treysti ég mér samt í slíka vinnu. Skattar og ýmis önnur opinber gjöld rugla myndina. Ríkistryggingarkerfi atvinnuleysis, fjármagnað með sköttum á fyrirtæki, ruglar enn frekar myndina. Ýmis lög um lágmarkslaun og lífeyrissjóðsgreiðslur bæta gráu ofan á svart. Raunveruleg samskipti atvinnuveitenda og -leitenda eru gríðarlega flækt, og þá sérstaklega fyrir þá sem fá laun "á mörkum" þess sem hið opinbera borgar fyrir að gera ekkert. 

Eitt er víst: Talan "6,8%" er marklaus með öllu. 


mbl.is Atvinnuleysi mælist 6,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þá með 3,9% tölu Vinnumálastofnunar! Þar er líklega trúað á huldufólk - sem er auðvitað ekki mælt með...

Hrúturinn (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 10:42

2 identicon

Vinnumálastofnun er auðvitað í algjöru rugli.
Þeir telja ekki með þá sem hafa dottið af skrá hjá þeim vegna of langs tíma á skrá og þá færast þeir yfir á sveitarfélöginn.

ætli við getum ekki lagt saman þessar tölur hjá VMST og Hagstofunni og sagt að atvinnuleysi sé líklega í kringum 11-12%



Arnar (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 11:42

3 identicon

"Mældu rétt strákur!"

"Já, ráðherra!" var svarað...

Almenningur (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 12:37

4 identicon

Þórir Kjartansson veit ekkert hvað hann er að tala um. Háskólamenntað folk fær ekki einu sinni svar, ef það sækir um verkamannavinnu. Af hverju ekki? Atvinnurekendur vilja getað svindlað á útlendingum í friði!

Hagbarður Hraundal (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 16:38

5 identicon

Þá má ekki gleymast að summir sem eru að fara úr einni vinnu í aðra eftir x langan tíma, vilja ekki sækja um atvinnileysisbætur í milli tíðinni. Þá eru þeir sem vegra sér við að sækja um bætturnar þar sem að þeim finnst það niðurlægjandi, og jafnvel óttast að vera þvingaðir í starf sem hæfir því alveg örugglega ekki.

Þá má ekki gleyma því að sumstaðar er sú menntun sem er í boði alsekki viðhæfi varðandi þarfir samfélagsins tildæmis er skortur á tæknimenntuðu ´haskólafólki á Akureyri en við en við háskólann á Akureyri er ekki í boði neinn tækni menntun svo það er hægt við því að fólks sem klári nám þaðan kann að enda atvinnulaust þrátt fyrir gráðurnar þannig að ef þetta fólk vill koma gráðunum í verð þá verður það annað hvort að fara í framhaldsnám en það leysir ekki þann skort sem er á tæknimenntuðu fólki á Akureyri.

Kristjan Birnir (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 18:42

6 identicon

Því fólki sem vill t.d. læra einhverja iðn, og er t.d. iðn- eða háskólamenntað fyrir, er settur stóllinn fyrir dyrnar. Það missir bæturnar ef það fer í nám og veigar sér við að taka námslán upp á nýtt. Hið eina skynsamlega væri að styðja við bakið á því til verkmenntunar sem spurt er eftir, frekar en láta það enda sem öreiga og bagga á þjóðfélaginu til frambúðar.

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 19:17

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Tölur vinnumálastofnunar eru og hafa alltaf verið einungis þeir sem þiggja bætur beint þaðan.

Mælihvarðinn á hvernig raunstaðan er sést best á atvinnuþátttöku sem slær "metið" í nánast hverjum mánuði.

Óskar Guðmundsson, 14.8.2013 kl. 20:45

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Athyglisverðar athugasemdir.

Ég þekki ekki marga sem veigra sér við að fara á bætur. Ég veit um eitt dæmi, og það var maður sem hafði efni á því að vera bótalaus a.m.k. til skamms tíma. Þetta er verr og miður. Ef fólk sæi "bætur" sem seinasta neyðarúrræði væri örugglega enn til fé í hinum opinbera atvinnuleysistryggingasjóði (eða ekki, því ríkið hefði bara eytt því).

Sjálfur bý ég í Álaborg og þekki margt íslenskt fjölskyldufólk þar sem annar aðilinn eða báðir eru á blússandi námslánum að sækja sér menntun. Þetta er hægt. Hérna er t.d. smiður að sækja sér verkfræðigráðu, rafvirki sem er nýbúinn að því, vélfræðingur að verða verkfræðingur, dagmóðir að verða ljósmóðir, félagsráðgjafi að verða sálfræðingur og svona mætti lengi telja. Allt eru þetta einstakingar með 1-3 börn á framfæri. Ég segi ekki frá þessu til að tala niður til neins, heldur benda á að margt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og útsjónarsemin næg.

Geir Ágústsson, 15.8.2013 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband