Hvaða 'aðgerða' verður að grípa til?

Nánast undantekningalaust þegar talað er um "aðgerðir" vegna "loftslagsmála" (kólnunar/hlýnunar/breytinga af öllu tagi) er verið að tala um ríkisafskipti. Ríkisafskipti banna, skattleggja eða þjóðnýta. Meintar "aðgerðir" eru því oftar en ekki sósíalismi í dulargervi. 

Fyrirtæki eins og General Electric og ýmsir þrýstihópar hafa grætt vel á slíkum ríkisafskiptum. Þau hafa beinlínis ákveðið að hefja þróun og framleiðslu á t.d. vindmyllum til að komast á spena skattgreiðenda í nafni "loftslagsbreytinga".   

Almenningur virðist sem betur fer vera búinn að missa áhugann á öllu tali um hættur af "loftslagsbreytingum af mannavöldum". Dómsdagsspárnar hafa einfaldlega ekki ræst þótt einhver áhrif hljóti að vera af losun milljóna tonna af ýmsum lofttegundum í andrúmsloftið. Bryggjuhverfi hafa ekki farið á kaf þótt þau liggi beinlínis við sjóinn (t.d. þetta í Þrándheimi í Noregi). Sumir vísindamenn og aðrir sem þrífast vel á dómsdagsspám sínum reyna sífellt að bæta í til að hræða fólk til fylgis við málstaðinn en til lengri tíma hefur þannig tal bara aukið enn áhugaleysið. 

En er mengun ekki slæm? Jú mengun er slæm, en hún er fyrst og fremst spurning um vernd á eignarrétti. Síðan getur verið að eftirfarandi orð eigi vel við:

The possible damages of climate change should be compared to the possible damages of governmental bureaucratic intervention and political oppression. Maybe the whole global-warming scare is an excuse to increase the extension of political power or a distraction from other serious problems. Social institutions matter most, and they are very wrong now: a huge improvement is possible, and freedom is the answer.

Sammála!


mbl.is Þjóðarleiðtogar grípi til aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Ekki alveg rétt hjá þér með sósíalisman ætti ferkar að kalla þetta aristokratisma þar sem þessu sköttum er verið í að einhvernir geti verið að leika sér við að vera á fundum um þetta mikla mein og fljúga þangað á einkaþotum og þar munum menn finna það út að það sem menn verði að gera sé að skattleggja almenning einn miera til að og svo frv.  Loftslagsvísindamenn eru nútíma snákaolíu sölumenn alla vega þeir sem hafa hæðst. 

Einar Þór Strand, 11.5.2013 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband