Embættismenn baða sig í sviðsljósinu

Hin svokölluðu "gjaldeyrisútboð" Seðlabanka Íslands veita embættismönnum sjaldgæft tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þeir fá mikla athygli enda með mikil völd og eftirsótta vöru. Þeim finnst örugglega fátt skemmtilegra en meint útboð. Þeir geta samið um þóknanir og umboð og tekið við umsóknum sem þeir geta svo lesið yfir og gert athugasemdir við, hafnað eða samþykkt.

Útboðin eru að sögn "liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum" en eru ekki allir búnir að sjá í gegnum það? Þau veita stjórnmálamönnum og embættismönnum gríðarleg völd og þeir vilja ekki sleppa þeim. Þannig er það bara. 


mbl.is SÍ heldur gjaldeyrisútboð í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband