Skýrslan sem enginn las

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er stór og þykk. Í henni er að finna marga gullmola. Gallinn við skýrsluna er ekki skýrslan sjálf, heldur sú staðreynd að mjög fáir hafa tök á að lesa hana. Það hindrar samt engan í að vísa í skýrsluna og segja, "sjáðu, skv. þessari skýrslu þá hrundi bankakerfið út af Davíð Oddssyni" eða "hérna var of mikið frelsi eða svo segir skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis". 

Hérna er bent á gullmola. Ummælin eru eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, og ganga þvert á ítrekaðar fullyrðingar Egils 'umræðustjóra' Helgasonar um að Þorvaldur Gylfason hafi "varað við hruninu":

Eftir á koma menn og segjast hafa varað við og séð hvað var að gerast - tveir sem hafa gert það, annar Robert Wade og hinn Þorvaldur Gylfason. Þetta voru báðir menn sem höfðu mjög greiðan aðgang að mér, sem ég var í persónulegum samskiptum við, og að þeir kæmu á framfæri þeim upplýsingum við mig að bankakerfið okkar væri komið að fótum fram, eða í mikilli hættu, það gerðu þeir ekki.

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er örugglega mjög fín. Hún safnar hins vegar bara ryki. Það er hennar stærsti galli.


mbl.is Ósáttur við vinnubrögð rannsóknarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Stjórnmálamenn hafa yfirleitt aldrei hlustað á varnarorð eða ráð. Kannski er þetta eitthvað að lagast núna hjá sumum alþingismönnum, en alls ekki ráðherrum.

Sumarliði Einar Daðason, 13.4.2011 kl. 08:25

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Stjórnmálamenn HEYRA varnarorð, en taka ekki mark á þeim ef þau ganga mjög gegn pólitískri stefnu þeirra.

Dæmi: Velferðarkerfið á Íslandi er dauðadæmt og þeir sem eru t.d. á bótum eða í fæðingarorlofi eru sennilega með þeim seinustu sem geta treyst á greiðslugetu skattgreiðenda og lánstraust ríkisins til að halda áfram að treysta á velferðarkerfið fyrir framfærslu.

Þetta hunsa stjórnmálamenn út í eitt og neita að búa sig undir annað ástand en núverandi ástand. Þegar spilaborgin hrynur munu þeir skella skuldinni á aðra, t.d. þá stjórnmálamenn sem þurfa að taka við hrundu kerfinu og taka til í því.

Vittu til.

(Það er ekki þar með sagt að á Íslandi verði ekki velferðarkerfi í framtíðinni. Hins vegar þarf að forgangsraða töluvert öðruvísi og fækka til muna þeim sem geta unnið en þiggja jafnframt bætur úr vösum annarra sem hafa verðmætaskapandi vinnu. Þetta eru pólitísk vandamál. Hagfræðin segir einfaldlega að veislan sé búin, og hefur verið það í langan tíma, og að timburmenn og forgangsröðun séu óumflýjanleg.)

Geir Ágústsson, 13.4.2011 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband