Kornið sem fyllir mælinn?

Rök hafa verið leidd að því að ef Icesave-klafinn verður lagður á íslenska skattgreiðendur, þá geti það orðið til þess að ríkissjóður verði að lýsa sig gjaldþrota, og þá fyrst hefjist efnahagsvandræði á Íslandi!

Þannig fóru 20% af heildartekjum ríkissjóðs Argentínu í vaxtagjöld árið 2001 en árið eftir varð þarlendur ríkissjóður gjaldþrota. Í dag má áætla að um 22% af heildartekjum ríkissjóðs Íslands fari í vaxtagjöld [án Icesave].

Einnig:

Það veit enginn maður hvað Icesave mun í endann kosta fyrir ríkissjóð. Bjartsýnt mat (óhóflega bjartsýnt ef ég er spurður) GAM Management er 26ma.kr. Svartsýna matið er 233ma.kr. Ríkissjóður getur nú þegar varla borið kostnað upp á 26ma.kr.; skuldastaða ríkissjóðs má ekki versna öllu meir af þeirri einföldu ástæðu að hann ræður ekki við það!

Þingmenn hafa látið sannfæra sig um að Íslendingar "ráði við" Icesave og gert það að kjarna málsins. Það á samt ekki að vera kjarni málsins. 

Grundvallarspurningin er ekki hvernig og á hvaða kjörum eigi að greiða kröfur Breta og Hollendinga, heldur hvort. Þeirri grundvallarspurningu er enn ósvarað. Ungir sjálfstæðismenn hafa frá upphafi hafnað að þeirra kynslóð, og kynslóð barna þeirra, verði bundin á skuldaklafa Icesave án þess að réttmætur grundvöllur sé til þess og að þær séu undirseldar mikilli áhættu um endanlega fjárhæð þeirra skulda. (sus.is)

Mikið hefur verið rætt um vaxtakröfu Breta og Hollendinga vegna Icesave-kröfu þeirra. Vextirnir í Icesave III eiga að vera "ásættanlegir" að mati stuðningsmanna Breta og Hollendinga á Íslandi. En hvað með vextina af þeim erlendu gjaldeyrislánum sem Íslendingar þurfa að taka til að greiða fyrir Icesave-gíróseðlana? Eru þeir svona frábærir?

Þessi 26 milljarðar í erlendum gjaldeyri sem Íslendingar eiga að láta af hendi við Breta og Hollendinga á þessu ári eru að sjálfsögðu ekki til í ríkissjóði enda ríkissjóður rekinn með skelfilegum halla þessi misserin. Ríkissjóður þarf því væntanlega að eyða þessum 26 milljörðum af því lánsfé sem hann hefur fengið í gegnum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Hvaða vaxtakjör eru aftur á þeim lánum? Eru það ekki svipuð kjör og voru á fyrri Icesave-samningum og öllum þykja nú aldeilis fráleit? (andriki.is)

Íslenska ríkið þarf að fá sér kreditkort til að borga vaxtaberandi "skuld" (sem er engin skuld, heldur fjárkúgun sem Íslendingar ætla að kyngja). Slíkt verður seint talið til fyrirmyndar. Ég veit a.m.k. að pabbi minn mundi skamma mig vel og lengi ef ég hagaði fjármálum mínum með þeim hætti að ég notaði kreditkortið til að borga yfirdráttinn.

En Alþingismenn ætla samt að láta vaða ... 


mbl.is Þingnefndir ræða Icesave í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það heitir víst "kornið sem fyllir mælinn" en ekki dropinn.

corvus corax, 14.2.2011 kl. 13:21

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þakka ábendinguna :-)

Búinn að laga núna. Gerðist víst sekur um "samruna" þarna.

Geir Ágústsson, 14.2.2011 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband