'Eistneska' leiðin: Tiltekt

Ríkisstjórnir heimsins brugðust mismunandi við fjármálakreppunni. Sumar hófu seðlaprentun og gríðarlega skuldasöfnun til að "drekka sig" út úr timburmönnunum, og stefna núna hratt í aðra timburmenn. Aðrar fóru í blöndu af aðhaldsaðgerðum og skuldsetningu (t.d. Danir og Svíar). Enn færri fóru hina réttu leið: Afvötnun. Eistar gerðu það.

Timburmenn koma óumflýjanlega eftir mikla drykkju. Hið sama á við um neyslu á ódýru og nýprentuðu lánsfé. Eftir "punktur com" bóluna árið 2000 ákváðu flestar ríkisstjórnir að fylgja fordæmi Bandaríkjanna og prenta sig og skuldsetja út úr timburmönnunum. Þeim var frestað til ársins 2008. Bandaríkjamenn reyna núna aftur að prenta sig og skuldsetja út úr timburmönnunum. Kannski tekst það tímabundið, en meira verður það ekki. 

Íslendingar hafa farið að fordæmi Bandaríkjamanna og forðast allar afvötnunaraðgerðir eins og logandi helvíti. Íslendingar eiga því sinn skell eftir. Núverandi ástand er hátíð miðað við það sem koma skal.

Eistar fóru í strangar aðhaldsaðgerðir. Hvatinn þeirra var upptaka evru, en gæti alveg eins hafa verið skynsemi í hagstjórn. Eistneska ríkið skuldar nánast ekkert (innan við 10% af landsframleiðslu ef ég man rétt), þar er ekki halli á fjárlögum ríkisins og ég veit ekki til þess að ríkisvaldið þar hafi farið í skattpíningarherferð eins og stjórnvöld á Íslandi.

Tiltektin í Eistlandi kostaði sitt í tímabundnum sársauka. Atvinnuleysi rauk upp og gjaldþrota fyrirtæki fóru á hausinn (á Íslandi eru þau þjóðnýtt og sett á spena skattgreiðenda, ef þau eru rétt tengd). 

Núna lítur út fyrir að kreppan sé að skolast af Eistlandi og að aðstæður séu að myndast fyrir sjálfbæran hagvöxt (byggðan á verðmætasköpun en ekki neyslu og eyðslu á lánsfé, eins og bandaríski "hagvöxturinn"). 

Íslendingar eiga ennþá inni sína kreppu. 


mbl.is Atvinnuleysi minnkar í Eistlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel að evran eigi stóran þátt í þessu. Eistar gátu ekki prentað peninga og fell gengið vegna þess að þeir voru ákveðnir í því að taka upp evru.

Af hverju voru Grikkir, Írar og Portúgalar ekki svona skynsamir?

Er það evrunni að kenna að þessum löndum gengur illa, eða er það vegna þess að hvatan vantar? ;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 11:28

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Fróðlegar upplýsingar umhagvöxt í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan.

Hagvöxturinn í Eistlandi verður 4,4% m.v. 0,7% á Íslandi í ár og á næsta ári þá verður hagvöxturinn í Eistlandi 3,5% m.v. 2,2% á Íslandi.

Þetta afsannar þá kenningu að eyðsla og verðbólga sé leiðin úr kreppum.

Lúðvík Júlíusson, 14.2.2011 kl. 11:42

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hérna er slóðin :) Statistics Estonia

Lúðvík Júlíusson, 14.2.2011 kl. 11:43

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Stefán,

Evran hefur verið mörgum hvati til að fara í öfuga átt: Safna skuldum. Hún út af fyrir sig útskýrir því hvorki slæma né góða hagstjórn.

Fyrir Eistum var hún hvati til að sýna sig og sanna fyrir "ríku þjóðunum" í vestri.

Fyrir Grikkjum var hún tækifæri til að drekkja sér í yfirdráttareyðslu.

Lúðrík,

Hárrétt! :-)

Geir Ágústsson, 14.2.2011 kl. 12:19

5 identicon

Geir: Hvati fyrir Eista því þeir voru ekki komnir inn. Hin löndin voru komin inn;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 12:23

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Stefán,

Já ætli það ekki. Nú er að vona að Eistar láti ekki freistast af ódýrum og nýprentuðum lánsevrum frá ECB og hoppi í sama far og nánast öll ESB-ríki sunnan Alpafjalla. 

Geir Ágústsson, 14.2.2011 kl. 12:52

7 identicon

Þeir sögðu viðtali að þeir væru "Norrænir" og "skynsamir".

Ekki veit ég hvort það fer saman, sbr. okkur;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 13:07

8 Smámynd: GAZZI11

"Önnur skýring á minna atvinnuleysi er að um 10 þúsund manns hafa farið af atvinnuleysisskrá vegna þess að fólk hefur gefið upp von um að finna vinnu."

10.000 manns eru slatti af 90.000. Það vantar alveg hversu mörg störf hafa skapast þarna. Eða er þetta bara vegna þess að atvinnulausir hafa flúið land eða gengið í störf þeirra sem flúðu land. 

GAZZI11, 14.2.2011 kl. 16:18

9 Smámynd: Geir Ágústsson

GAZZI11,

Vissulega punktur í þessu. Sama er að gerast t.d. í Bandaríkjunum - fólk skráir sig af atvinnumarkaði. Á Íslandi flýr fólk land og við það batnar tölfræðin.

Kannski þessir 10 þúsund einstaklingar hafi komið sér yfir á hinn verðmætaskapandi svarta markað? Þá skapar það a.m.k. verðmæti þótt það greiði ekki skatta :-)

Geir Ágústsson, 14.2.2011 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband