Þótt fyrr hefði verið

Það lítur út fyrir að Jóhanna sé komin úr holunni sinni og byrjuð að ræða við útlendinga - nokkuð sem hún verður seint kölluð iðin við að gera. Gott mál, og þótt fyrr hefði verið.

Lausn "Icesave-deilunnar" er og þarf að vera pólitísk. Engin lagaleg kvöð er á íslenskum skattgreiðendum til að taka á sig skuldbindingar vegna tryggingakerfis sem var ekki ætlað til að tækla kerfishrun, hvorki á Íslandi né í öðrum löndum EES/ESB. Ef svo væri þá væri tryggingakerfið í raun óþarft, og skattgreiðendur á sérhverjum tímapunkti ábyrgir fyrir töpuðum innistæðum. Tryggingakerfið var einfaldlega sett upp til þess að svo sé ekki.

Nú þurfa yfirvöld að hætta að tala málstað Íslendinga niður, afla honum þess í stað stuðnings meðal vinaþjóða, til að standa gegn ofríki Breta og Hollendinga. Fyrir mér má slíkur stuðningur mjög gjarnan koma niður á ESB-umsókn Íslands, sem ég er mótfallinn. 


mbl.is Ræddi við norræna ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

En þeir lofuðu...

Ég held að stór hluti af vandanum sé að bæði ríkisstjórnin (D & S) og stjórn Landsbanka sóru og sárt við lögðu að ríkið myndi hlaupa undir bagga ef innistæðutryggingasjóður myndi ekki duga.

Hver er ábyrgð þeirra?

Ef við komum þeim mönnum sem lofuðu þessu í fangelsi get ég svosem samþykkt þetta. Ef þeir sleppa allir án áminningar er frekar pínlegt að heyra þig þusa um að alfrjáls heimur sé besti heimur allra heima.

Einar Jón, 12.1.2010 kl. 10:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Fyrri ríkisstjórn lofaði líka íslenskum skattgreiðendum að persónuafsláttur myndi hækka í ár. Þeirri ákvörðun hefur verið snúið.

Óskjalfestum loforðum fyrri ríkisstjórnar í Icesave-málinu má líka snúa. Engu var lofað fyrirvaralaust fyrr en Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum 30. desember að greiða Icesave-innistæður. Þeirri ákvörðun er nú hægt að snúa með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Geir Ágústsson, 12.1.2010 kl. 13:28

3 Smámynd: Einar Jón

Persónuafsláttur hækkaði úr 42.205 í 44.205. Samtals 10000 kr hækkun sl. 2 ár á móti um 1000 kr hækkun á ári í 10 ár þar á undan #. Ertu að meina að hann hafi ekki verið tengdur vísitölu?

Gaf ríkisstjórnin ekki vilyrði fyrir greiðslu strax í nóvember 2008? Endar þjóðin ekki í sama lánshæfisflokk og Zimbabwe með svona "enginn samningur - engin ábyrgð" kjaftæði?

En það er örugglega búið að blogga allt sem hægt er að segja um Icesave. Nennessekki.

Einar Jón, 12.1.2010 kl. 17:52

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sennilega vantaði þessa vísitölutengingu já, eins og fyrri ríkisstjórn lofaði.

Það er sennilega ráð að opna bankareikning, og þeir sem vilja standa við óbundin vilyrði ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar geta þá millifært á hann, og afrakstrinum svo komið til breskra og hollenskra yfirvalda. 

Geir Ágústsson, 13.1.2010 kl. 08:15

5 Smámynd: Einar Jón

Og annan eins fyrir þær erlendu þjóðir sem vilja lána okkur...?

Einar Jón, 13.1.2010 kl. 09:26

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvoru ríkinu viltu frekar lána pening: Því sem skuldar 1000 milljarða fyrir, eða því sem skuldar þá ekki?

Íslendingar fá ekki lán á efnahagslegum forsendum, heldur pólitískum. Til þess að fá slíkt lán þarf að sannfæra umheiminn og hugsanlega lánadrottna um pólitíska stöðu Íslands í Icesave-málinu. Það er nokkurn veginn það seinasta sem ríkisstjórnin er að gera. Forsetinn hefur sem betur fer reynt að bæta úr því upp á síðkastið.

Geir Ágústsson, 13.1.2010 kl. 10:49

7 Smámynd: Einar Jón

Hvoru ríkinu viltu frekar lána pening: Því sem skuldar 1000 milljarða fyrir og hefur ávallt staðið í skilum, eða því sem er á vanskilaskrá með 1000 milljarða útistandandi kröfur sem það neitar að borga?

Sammála því að ríkisstjórnin sé ekki að standa sig.

En Bretar og Hollendingar eru með útistandandi kröfur sem þarf að "afgreiða" - hvort sem þær eru réttmætar eða ekki. Ég var fylgjandi ákvörðun forsetans og vil helst ekkert borga, en það munu flest ríki halda að sér höndum þar til  (pólitíska og efnahagslega) staðan gagnvart Bretum og Hollendingum skýrist.

En ég segi það aftur og ætla að reyna að standa við það: Nennessekki.

Einar Jón, 13.1.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband