Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Réttaróvissa vegna Icesave-laganna enn til staðar

Í úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær í málum varðandi heildsöluinnlán í Landsbankanum og Glitni felst að dómurinn staðfestir gildi neyðarlag-anna, að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, sem situr í slitastjórn Landsbankans.

Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem vilja sópa Icesave-kröfum Breta og Hollendinga á herðar íslenskra skattgreiðenda. Svo virðist sem enn sé hægt að niðurgreiða kröfur Breta og Hollendinga með þrotabúi Landsbankans og setja aðra kröfuhafa í bankann til hliðar í heimtum sínum.

Enn eru samt ekki öll kurl komin til grafar. Málið fer mjög líklega fyrir Hæstarétt. Ef hann staðfestir úrskurð héraðsdóms er sennilegt að málið verði þá flutt fyrir Mannréttindardómstól Evrópu. Ef hann snýr úrskurði héraðsdóms við þá verður þrotabú Landsbankans tæmt í vasa kröfuhafa skv. hefðbundnum uppgjörsreglum (lög án neyðarlaganna). Þá fellur nokkurn allt Icesave-bjargið á herðar skattgreiðenda.

Réttaróvissu hefur ekki verið eytt og það mun taka tíma að eyða henni. Á meðan er hyggilegast fyrir Íslendinga að bíða með að skrifa undir Icesave-lögin. Það er einfaldlega "common sense".


mbl.is Neyðarlögin staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að koma bit á stjórnarandstöðuna?

Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu lengi vel blekkja sig til að halda kjafti með háfleygum orðum um "samstöðu" og "samvinnu" í kjölfar hrunsins.

Stjórnarandstaðan hefur setið á sér furðulega lengi því í raun var ríkisstjórnin búin að afhjúpa getuleysi sitt áður en hún var mynduð. Hvernig þá? Man einhver eftir því hvernig ríkisstjórnin var mynduð í byrjun árs 2009? Baktjaldaviðræður og leynifundir og fjölmiðlum og þingmönnum tilvonandi stjórnarandstöðu sagt að skipta sér ekki af. 

Núna lítur út fyrir að stjórnarandstaðan sé að vakna til lífsins. Alltof seint, en betra seint en aldrei. Af nægu er að taka fyrir hana. Góða baráttu!


mbl.is Segir Jóhönnu ekki starfi sínu vaxna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö ástæður til að segja NEI við Icesave

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í dag. Hún er full af góðum ástæðum til að segja NEI við Icesave-kröfum Breta og Hollendinga þann 9. apríl næstkomandi.

Dæmi (fyrir þá sem telja áhættuna af því að hafna Icesave-kröfunum vera meiri en að samþykkja þær):

[Það] er hugsanlegt að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að sú breyting neyðarlaganna að færa innlánskröfur úr flokki almennra krafna í flokk forgangskrafna standist ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Jafnvel þótt íslenskir dómstólar telji að það hafi verið heimilt er óvíst hvað Mannréttindadómstóll Evrópu gerir ef málið verður sent áfram þangað. Komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að breytingin standist ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar munu áhrifin verða þau að innlánskröfurnar falla í flokk almennra krafna, sem aftur þýðir að eignir Landsbankans munu ekki duga nema að mjög litlu leyti fyrir skuldbindingunni með tilheyrandi hækkun á greiðsluskuldbindingu ríkissjóðs.

Áhættan af því að samþykkja Icesave-lögin er mjög mikil. Kröfuhafar í Landsbankanum sem voru settir út í kuldann með neyðarlögunum standa nú þegar í málarekstri gegn ríkinu og vilja að innistæður verði á ný settar í flokk almennra krafna í þrotabú bankans. Sá málarekstur byggist á góðum rökum og alls ekki víst að ríkið geti unnið hann. Icesave-klafinn er þá nánast allur á herðum skattgreiðenda. Verði það niðurstaðan þá fer Ísland á hausinn (leyfi ég mér að fullyrða).


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband