Sjö ástæður til að segja NEI við Icesave

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í dag. Hún er full af góðum ástæðum til að segja NEI við Icesave-kröfum Breta og Hollendinga þann 9. apríl næstkomandi.

Dæmi (fyrir þá sem telja áhættuna af því að hafna Icesave-kröfunum vera meiri en að samþykkja þær):

[Það] er hugsanlegt að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að sú breyting neyðarlaganna að færa innlánskröfur úr flokki almennra krafna í flokk forgangskrafna standist ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Jafnvel þótt íslenskir dómstólar telji að það hafi verið heimilt er óvíst hvað Mannréttindadómstóll Evrópu gerir ef málið verður sent áfram þangað. Komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að breytingin standist ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar munu áhrifin verða þau að innlánskröfurnar falla í flokk almennra krafna, sem aftur þýðir að eignir Landsbankans munu ekki duga nema að mjög litlu leyti fyrir skuldbindingunni með tilheyrandi hækkun á greiðsluskuldbindingu ríkissjóðs.

Áhættan af því að samþykkja Icesave-lögin er mjög mikil. Kröfuhafar í Landsbankanum sem voru settir út í kuldann með neyðarlögunum standa nú þegar í málarekstri gegn ríkinu og vilja að innistæður verði á ný settar í flokk almennra krafna í þrotabú bankans. Sá málarekstur byggist á góðum rökum og alls ekki víst að ríkið geti unnið hann. Icesave-klafinn er þá nánast allur á herðum skattgreiðenda. Verði það niðurstaðan þá fer Ísland á hausinn (leyfi ég mér að fullyrða).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband