Hvað með skuldir?

Seðlabanki Íslands er nú í óða önn að reyna afsaka vanmátt sinn til að stjórna peningamálum á Íslandi. Er það bæði vegna rangrar hugsunar yfirstjórnenda hans (seðlabankastjóra, ríkisstjórnarinnar) og beitingu hagfræðikenninga sem halda ekki vatni.

Talað er um sterka einkaneyslu og merki um "efnahagsbata" í sömu andrá. Fólk fékk leyfi til að taka svolítið af lífeyrissparnaði sínum, og æddi svo með hann inn í næstu búð og eyddi því í neytendavarning frekar en að borga skuldir. Hér er öllu snúið á haus - efnahagsbatinn kemur ekki fyrr en fólk hefur greitt skuldir sínar og byrjað að spara frekar en eyða. Sá sparnaður getur svo nýst í fjárfestingar og uppbyggingu verðmætaskapandi starfsemi, sem síðan mun verða undirstaða aukins og öllu varnalegri efnahagsbata en bruðl og skuldasöfnun.

En annars mætti nú kannski segja að það skiptir engu máli hvað almenningur greiðir skuldir sínar hratt upp eða leggur mikið fyrir - hið opinbera er í óða önn við að skuldsetja alla Íslendinga marga áratugi fram í tímann, bæði með hallarekstri á ríkissjóði og pólitískum ákvörðunum um að taka á sig skuldir einkabanka. Svo hví ekki bara að eyða hverri aukakrónu í neysluvarning?


mbl.is Minna dregið úr einkaneyslu en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ein vitleysan sem bregður víða fyrir er að lágt gengi sé æskilegt, vegna þess að það auki samkeppnishæfni landsins. Lágt gengi er auðvitað bara launalækkun og það hefur sýnt sig að lága gengið hefur ekki nægt til að auka vöruútflutning.  

Jákvæður vöruskiptajöfnuður stafar af háu verði innfluttrar vöru og þess vegna lægri kaupmætti almennings. Framundan er að Seðlabankinn lækki gengi Krónunnar ennþá meira.

Mári Guðmundsson talar um sterkari Krónu, en auðvitað verður að veikja hana enn frekar til að minnka kaupmáttinn og auka jöfnuð í vöruskiptum. Ef við ætlum að greiða Icesave, þá verðum við strax að fara að safna fyrir greiðslunum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.11.2009 kl. 15:36

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hvers vegna í ósköpunum á fólk að vera að greiða niður skuldir? Nú þegar allar horfur eru á því að skuldir verði færðar niður eða afskrifaðar er betra að nota peningana til á kaupa lúxusvöru frekar en borga skuldir. Því meira sem fólk skuldar, þeim mun stærri verður niðurfærslan eða hvað?

Minnir mig á orð sem ég heyrði eitt sinn: "Þeim mun stærri sem syndin er, þeim mun dýrlegri verður fyrirgefningin"...

Hörður Þórðarson, 5.11.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband