Þrepin eru óendanlega mörg

Á sama tíma og hugmyndafræðisystkini Samfylkingarinnar, danskir miðjumenn, eru að henda út þrepum í skattkerfinu, þá talar Samfylkingin um að koma þeim á. Á sama tíma og Danir eru að uppgötva að þrepaskipt skattkerfi dregur úr atvinnu og hægir á hjólum hagkerfisins, þá talar Samfylkingin um að koma á þrepaskiptu skattkerfi, í miðri kreppu!

Það sem er samt sjaldan nefnt er að á Íslandi eru óendanlega mörg þrep í skattkerfinu. Með hverri krónutölubreytingu á launum landsmanna þá breytist skatturinn. Á Íslandi er svokallaður persónuafsláttur sem gerir það að verkum að maður með 100.000 kr í laun borgar 0% í skatt en maður með 1000.000 kr í laun borgar nálægt 37% í skatt. "Stóru bökin" bera hina íslensku skattbyrði, hvort sem mönnum líkar betur eða verra, og gera það í skattkerfi sem er a.m.k. hægt að skilja með lítilli þjálfun (ólíkt hinu danska).

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingarkona, er einn óhæfasti stjórnmálamaður Íslands. Það væri ódýrara fyrir Íslendinga að borga henni milljón á mánuði fyrir að liggja á sólarströnd á Spáni en að hleypa henni inn á Alþingi Íslendinga.


mbl.is Vill skattkerfið í mörgum þrepum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hugmyndafræðisystkin" Samfylkingarinnar í Danmörku taka engan þátt í þeirri skattkerfisbreytingu sem þú ert að tala um. Hér geturðu séð hvað formanni þeirra þykir um tillögurnar:

http://politiken.tv/nyheder/indland/article656368.ece

Þetta með að þrepaskipt skattkerfi "dragi úr atvinnu" er bara rétt ef maður trúir því að þeir sem borga hátekjuskatt gætu unnið meira (og fengið meira útborgað fyrir) ef þeir vildu. Í Danmörku eru hátekjuskattsmörkin eftir þessa skattkerfisbreytingu þannig, að maður þarf að hafa yfir 8 milljónir íslenskra króna á ári til þess að borga bara eina krónu í hátekjuskatt. Það eru fáir sem hafa svo háar tekjur sem fá borgað fyrir yfirvinnu, og enn færri sem ekki þegar vinna fulla vinnu. En að sjálfsögðu er frjálshyggjufélagið CEPOS á öðru mál. Hannes Hólmsteinn væri það eflaust lík, þó ekki væri nema af prinsíppástæðum.

Og enn ein leiðrétting að lokum: það er líka persónuafsláttur í Danmörku. En kerfið er enn meira prógressíft en það íslenska, vegna þess að það er þrepaskipt þar að auki. Ég sé ekki af hverju það ætti að vera náttúrulögmál að maður sem hefur milljón á mánuði megi ekki borga meira en 37% í skatt. Það þarf enginn að kvart yfir því að lifa af 630.000 á mánuði eftir skatt.

Bjarki (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarki,

Sem skattgreiðandi í Danmörku, og maður sem hefur fengið kennslu í skattkerfinu án þess samt að skilja það, en telur sig nú samt ekki vera með heimskara fólki, þá fullyrði ég að þrepaflækjustigið sé ekki til þess að auka gegnsæi skattkerfisins. Slíkt er í a.m.k. ekki neinu falli hvetjandi til að auka við vinnuvilja, ef það er ósk yfirvalda.

Ég set danska hægri- og miðjumenn í sama flokk og íslenska jafnaðarmenn. Þetta fólk mundi a.m.k. ekki rífast hátt um hlutverk ríkisins, skattbyrðina, umfang hins opinbera, o.fr.v.

Það að fröken H.T. Schmidt skipti umræðuefninu í krónur einn daginn, og prósentur annan daginn, er ekki til að bjarga henni frá því að flokkast sem VG á íslenskan mælikvarða.

Í Danmörku er "fradrag" - frádráttur af útreiknuðum skatti. Á Íslandi dregst "frádrátturinn" af skattstofni. Það og þrepaleysi (eða réttara sagt, óendanleg þrepaskipting) hins íslenska skattkerfis hjálpar til við að gera skattkerfið ogguponsu gegnsæjar á Íslandi en í Danmörku.

CEPOS er hugmyndafræðistofnun sem rannsakar eitt og annað. Gott og vel - tölfræði er bara tölfræði, en í þeim slag standa margir, og halda að þannig vinnist hugmyndafræðibaráttan. Því er ég ósammála, en gott að þú dragir líka mátt tölfræðinnar í efa. Principp eru það sem telur.

Það kæmi mér ekkert á óvart að það liggi hugmyndafræði á bak við tölfræðiúrvinnslu CEPOS. Svipaða sögu má segja um t.d. hið danska AE sem þó er stráð yfir danskar fréttasíður eins og um heilagan sannleik sé að ræða. 

Þakka góða tilraun til að bjarga fáránlegri hugmynd athyglissjúks stjórnmálamanns frá dauða sínum. Þó án árangurs. Að mínu mati. Meðal annars af principp-ástæðum.

Geir Ágústsson, 8.3.2009 kl. 22:11

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarki,

Þú hefur vel á minnst fært ágæt rök fyrir því að hátekjuskattinn danska ætti að leggja niður alveg. Ég mun vonandi fá tækifæri til að nota nota ágæt rök þín á dönskum vettvangi til að minna á að þrepaskipt skattkerfi þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að framleiða aukna skriffinnsku.

Geir Ágústsson, 8.3.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Einar Jón

Ég vil helst ekki byrja að tjá mig um þetta þar sem ég veit allt of lítið um skattkerfi Norðurlandanna (Ísland meðtalið), en bendi á að þrepaskiptingin sem talað er um hér myndi bara ná yfir þann hluta launanna sem ná yfir hátekjumörkin.
Svo ef maður er þúsundkalli yfir mörkunum borgar maður hátekjuskatt af þúsundkallinum, ekki öllum laununum. Þess vegna er ómögulegt að fá minna útborgað við það að hækka í launum v. yfirvinnu (eins og maður heyrði hryllingssögur af í Danmörku/Svíþjóð). Gagnrýni á þeim forsendum á því ekki við.

Ég bendi líka á að Hjálmar Gíslason bjó til graf yfir þetta fyrir þá sem hafa áhuga.

Síðan mætti líka benda á að stóru bökin hafa verið dugleg við að færa hluta af byrðinni sinni yfir á litlu bökin síðustu 2 áratugina. Kaflinn "Dreifing tekna og skattbyrði" hjá Hjálmari sýnir það greinilega, ef menn setja t.d. inn þær tölur sem gilda í dag og og þar sem giltu fyrir 15 árum (framreiknað).

Einar Jón, 9.3.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband