Krókaleiðir að markinu

Mikið er ánægjulegt að sjá Ingibjörgu Sólrúnu (klædda í stíl við sófann sem hún situr í) athuga möguleika á opnun íslensks lyfjamarkaðar. Mikið er samt leiðinlegt að sjá að krókaleiðir að því marki vera helst í skoðun.

Fyrir nokkrum mánuðum opnaði síða á netinu, Minlyf.net, sem bauð Íslendingum upp á að kaupa lyf frá Svíþjóð í gegnum póstverslun.  Sjá t.d. frétt frá þeim tíma. Þetta framtak var samt kæft af íslenskum yfirvöldum.  "Lyfjastofnun hefur úrskurðað að starfsemi MínLyf stangist á við lyfjalög." Af hverju ætti Lyfjastofnun að heimila svipaða starfssemi í gegnum Færeyjar? Á að breyta lögum? Á að reyna aftur án lagabreytinga, að þessu sinni með blessun utanríkisráðherra, en án frekari aðgerða?

Og hvað nú ef póstverslun með lyf í gegnum Færeyjar verður heimiluð? Opnar það þá ekki á póstverslun með lyf frá öllum öðrum ríkjum Evrópusambandsins?  Og ef svo, af hverju þarf þá að blanda stjórnvöldum frekar í málið með rándýrum fundum opinberra starfsmanna á dagpeningum?

Mér sýnist allt bera að sama brunni, sem er sá að hið eina sem stendur á milli aðgengis Íslendinga að ódýrum lyfjum frá öðrum ríkjum sé fyrirstaða í hinu íslenska kerfi. Heimatilbúinn múr á milli Íslendinga og erlendra lyfjasöluaðila. Innlendir múrar, ekki erlendir.

Lausnin? Að íslensk yfirvöld breyti íslenskum lögum svo síður eins og Minlyf.net geti enn á ný hafið starfsemi sína, en án lagalegu óvissunnar eða mótstöðu Lyfjastofnunar. Þá hvort heldur frá Færeyjum, Svíþjóð, Kanada eða Kína.


mbl.is Lyf flutt inn frá Færeyjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Amen

Sporðdrekinn, 10.3.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband