Blasir orkuskortur við heiminum?

Á slúðursíðunni Orðið á götunni er færsla sem endar á eftirfarandi orðum, "...nú þegar að mikill orkuskortur blasir við í heiminum."

Blasir orkuskortur við heiminum? Það er ég aldeilis hræddur um ekki. Orkuna er hægt að fá í miklum mæli með óteljandi aðferðum. Nokkur dæmi: Bruna trjáa, kola, olíu og gass, virkjun kjarnorku, fallvatna, sjávarfalla, sjávarstrauma og jarðvarma, beislun sólar- og vindorku,  og svona má lengi telja. Í dag er a.m.k. leyft að stunda frjálsa verslun og viðskipti með orku frá flestum þessara orkuuppspretta, og heimsmarkaðurinn er líflegur.

Hitt gæti hins vegar verið rétt að þegar nógu mörgum leiðum til orkuöflunar er settur stóllinn fyrir dyrnar, t.d. með tilbúnum takmörkunum (Kyoto) og hömlum á frjálsum viðskiptum (OPEC), þá gæti sú staða komið upp að aðrar tegundir orkuvinnslu ná ekki að svara eftirspurninnni, a.m.k. ekki á verðlagi sem hentar öðrum en þeim allra ríkustu. Orkuverð byrjar þá að stíga og getur leitt til þess að orka verður orðin of dýr fyrir suma (fyrst og fremst fátækt fólk).

Er reglugerða- og ofskattanastefna ríkisstjórna heimsins komin á það stig að orkuskortur er byrjaður að gera vart við sig? Er búið að gera svo margar leiðir til orkuöflunar útlægar og óvinsælar, og svo margar óhagkvæmar og kostnaðarsamar leiðir til orkuöflunar svo vinsælar og forréttindahlaðnar, að orkuskortur er handan við hornið?

Það væri skelfileg leið til að sýna vinstrimönnunum enn einu sinni fram á að verðlagshöft og ríkisafskipti leiða til skorts og verðhækkana. Er fólk tilbúið að tæma rafmagnsrofa sína í nafni sameignarhugsjónar (stundum falin í búning umhverfisverndar) til að minna sig á tómar hillur Sovétríkjanna? Það væri slæmt sýnidæmi um lélega hagfræðikunnáttu og mjög skammvirkt skammtímaminni okkar.

Hinn frjálsi markaður bætir líf og tryggir aðgengi að nauðsynlegum hráefnum og orku, og gerir það alls staðar þar sem honum er leyft að starfa að sem mestu óáreittur.  Það er reynsluregla sem ekki brotnar. Á frjálsum markaði er enginn skortur á neinu sem eftirspurn er eftir. Orka er þar engin undantekning. Ef "orkuskortur" er handan við hornið, þá er sökudólgurinn auðfundinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Evrópa er beintengd inn á gríðarstórar og að miklu leyti ónýttar jarðefnaeldsneytiorkulindir allrar Asíu og Miðurausturlanda. Það er enginn orkuskortur í gangi, bara skortur á leyfi til að kaupa hana á markaðsverði án kolefnisskattarefsinga. Þar að auki keyrir Frakkland fínt á kjarnorku, og engin ástæða til að ætla að hið sama gæti ekki gilt um öllur önnur lönd heims hreinlega.

Kínverjar eru núna í auknum mæli að fjárfesta í útvíkkun olíuvinnslu í Afríku - ónýttustu heimsálfu heims! Af hverju eru Evrópubúar bara að gera það í gegnum ríkisrekin olíufélög eins og Total Frakka, og í smáum skömmtum? 

Þessi eilífa ásókn í óhagkvæmar orkulindir og hinar eilífu ofsóknir gegn hagkvæmum orkulindum er orkuskorturinn sem um er rætt.

Geir Ágústsson, 14.6.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband