Heilbrigði skynsemi færist skref í rétta átt

Ég fagna því alltaf þegar ég sé ríki gera fríverslunarsamninga sín á milli, og ekki er fögnuðurinn minni þegar Ísland á í hlut. Haftir, tollar, vörugjöld og annað slíkt er hreinn sandur á þá vél sem heimshagkerfið er. Ekkert samfélag græðir á því að ríkisvaldið geri flutning á vörum og vinnuafli erfiðari og dýrari með sköttum og viðskiptahöftum.

Í raun ættu Íslendingar að ganga skrefinu lengra en fríverslunarsamningur EFTA við Kanada gerir og afnema einhliða allar sínar haftir á viðskipti og samskipti við Kanada, og raunar öll önnur lönd heims ef því er að skipta! Með einfaldri hagfræði, sem ekki verður útskýrð hér og nú, má sýna fram á að slíkt geti eingöngu verið til góða þegar til lengri tíma er litið - fyrir alla!

Tap í einstökum áður vernduðum iðngreinum er ekki tap í öðrum skilningi en þeim að pissið kólnar eftir að því hefur verið sleppt í skóinn - "verndaðar" starfsstéttir munu á endanum þurfa velta óhagræði og tapi yfir á aðra þótt það sé ekki augljóst í fyrstu.

Á meðan Íslendingar eru duglegir við að útvíkka viðskiptalega heimsmynd sína með fríverslunarsamningum, t.d. þeim sem EFTA ríkin eiga að ESB og öðrum tollsvæðum, og þeim sem Ísland gerir utan við bæði EFTA og ESB, þeim mun meira mun hagur Íslendinga vænkast. Tollar og vörugjöld skila hinu íslenska ríki smáum fjárhæðum í ríkiskassann. Viðskiptafrelsi skilar öllum Íslendingum stórum fjárhæðum í eigin pyngju. 

Þróunaraðstoð 21. aldar ætti að vera viðskiptafrelsi en ekki fjáraustur í vasa spilltra stjórnmálamanna. 


mbl.is Nýr fríverslunarsamningur undirritaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú lest þennan samning þá munt sjá að hann er bara enn ein staðfestingin á að Ísland er N-Kórea Evrópu.

"Ísland veitir Kanada í staðinn tollfrjálsan aðgang fyrir iðnaðarvörur og sambærilegan aðgang fyrir landbúnaðarvörur sem Ísland hefur veitt Evrópusambandinu."

Árni Richard (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband