Fyrirtæki sem eyða sjálfum sér

Hér hefur áður verið fjallað um fyrirtæki sem fara í einhvers konar sjálfseyðingu með því að dansa í takt við hinn pólitíska rétttrúnað sem um leið er oft andstæðan við almenn viðhorf almennings. Á ensku er talað um að go woke, go broke“.

Í þessu felast vissulega tækifæri. Viðskiptavinir sem vilja ekki lengur styðja við þvæluna leita til annarra fyrirtækja sem hagnast í kjölfarið.

Sum fyrirtæki sjá að sér áður en flótti viðskiptavina hefst og hætta að kaupa áróðurinn og seljendur hans neyðast þá, gegn vilja sínum, til að finna sér alvöru vinnu. 

En fyrirtæki gætu gert betur og hreinlega lýst því yfir að þau séu andstæðingar pólitísks rétttrúnaðar. Um leið ætli þau ekki lengur að fórna peningum í allskyns vottanir á þvælu sem gerir hvorki vinnustaðinn né varninginn eða þjónustuna betri. Þvert á móti, því fyrir sparnaðinn má mögulega lækka verðlag eða bæta gæðin. Það er örlítið farið að bera á slíku í Bandaríkjunum en mig grunar að þessi viðspyrna sé bara rétt að byrja. 

Þeir eru mögulega liðnir þeir dagar þar sem þú gast einfaldlega keypt tannkremstúpu eða klósettpappír án þess að þurfa hugleiða hvort hluti af söluandvirðinu sé að fara í að fjármagna geldingar á börnum eða innrás í einkarými kvenna. Verslanir þurfa kannski að aðstoða neytendur í auknum mæli og merkja vörur þannig að neytendur geti séð hvort þeir séu að fjármagna eyðileggingu á líkömum ungmenna eða heilaþvott á þeim svo þau óttist framtíðina og yfirgefi alla drauma um að verða einn daginn foreldrar. 

Nema þá að einhver samtök neytenda geti tekið að sér að búa til leiðbeiningar svo þeir sem vilji geti stutt við skottulækningar en aðrir látið það eiga sig. 

Það er auðvitað súrt fyrir starfsmenn þegar vinnuveitandi þeirra eyðir sjálfum sér - fórnar sér á altari rétttrúnaðarins. En kannski samkeppnisaðilinn geti ráða einhverja þeirra þegar neytendur streyma að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband