Vísindin og vísindin

Í dag birtist eftir mig stutt hugleiðing um vísindi á vefritinu Krossgötum. Þar flokka ég vísindin í tvo flokka: Þau sem fylgja vísindalegum aðferðum og hinum sem má miklu frekar kalla áróður í dulargervi vísinda og ég kalla Vísindin (með stóru vaffi). 

Ég er ekki í neitt sérstakri stöðu til að greina þar á milli en þá er gott að vita af mönnum sem liggja yfir rannsóknum og skýrslum og pakka innihaldinu saman í ætilega bita, og vísa í heimildir auðvitað.

Það er búið að blekkja okkur töluvert. Meira að segja ráðleggingar yfirvalda um gott mataræði eru ekki yfir vafa hafnar.

Það er kominn tími til að minnka aðeins traustið á ráðleggingum yfirvalda og um leið auka aðeins þrýstinginn á að yfirvöld sinni því sem við ætlumst til þess að þau sinni: Að verja sjálfstæði ríkisins og sinna þeirri þjónustu sem við borgum fyrir með sköttum en erum oftar en ekki svikin um. Til vara að afnema skattana og leyfa okkur að finna, kaupa og í raun og veru fá þjónustuna með öðrum leiðum í frjálsu samstarfi.

Bless landlæknir.

Bless sóttvarnalæknir.

Bless fjölmiðlanefnd.

Bless skoðanalögregla og barnfóstrustofnanir.

Halló vísindi, málfrelsi, skoðanafrelsi og réttarríki.

Það má alveg vorkenna þeim stóra hópi fólks sem vinnur í dag við að naga blýanta á opinberum stofnunum ef svolítil jarðtenging kæmi til sögunnar en hann hlýtur að geta fundið sér eitthvað verðmætaskapandi að gera eins og við hin. 

Eins og að kynna sér vísindi frekar en að framleiða Vísindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband