Hvað ætla hægrimenn að gera?

Ef ég væri flokksbundinn Sjálfstæðismaður og hefði taugar til flokksins og óskaði honum meiri áhrifa þá væri ég að hugsa minn gang.

Ég hef að vísu taugar til flokksins. Ég man með hlýju í hjarta eftir því litla ungmennastarfi sem ég tók þátt í hjá flokknum. Þegar ég gat kosið gallharðan frjálshyggjumenn í embætti formanns Heimdallar þar sem hann atti kappi við einhvers konar hægri-krata með ESB-blæti. Sú var tíðin.

Síðan eru liðnir áratugir.

Á sínum tíma töluðum við frjálshyggjumenn um að stofna stjórnmálaflokk og bjóða fram. Hið óheppilega gerðist svo í kjölfarið: Menn höfðu ekki tíma því þeir voru að rækja nám af metnaði eða vinna að starfsframa og framleiða verðmæti. Nú fyrir utan að Sjálfstæðisflokkurinn var á þessum tíma fyrsta val 30-40% kjósenda og þótt auðvitað mætti gagnrýna hann - frá hægri - þá var hann með hjartað nokkurn veginn á réttum stað. Skattar voru að lækka, viðskiptahindranir að dofna og skuldir ríkisins að hverfa, svo dæmi séu tekin. 

Síðan eru liðnir áratugir.

Innflytjendamál voru þannig séð ekki á dagskrá. Innflytjendur voru jú aðallega harðduglegt fólk sem fann strax vinnu og kom sér fyrir eða snéri heim að lokinni vertíð. Af einhverjum ástæðum gat flóttamaður frá Serbíu lært íslensku á nokkrum misserum en í dag geta allir bara talað ensku, og læra ekki orð í íslensku. 

Síðan eru liðnir áratugir.

Núna eru allir skattar í botni. Skuldir eru svimandi. Velferðarkerfið fyrir marga orðið að helfararkerfi þar sem fólk deyr á biðlistum í versta falli. Alþingi er orðið að leku gatasigti fyrir tilskipanir að utan. Ferðaskrifstofur auglýsa Ísland sem áfangastað fyrir flóttafólk þar sem í boði er húsnæði, þjónusta og framfærsla. 

Síðan eru liðnir áratugir.

Valkostir við gömlu og steinrunnu hægriflokkana eru að skjóta upp kollinum víða. Ekki eru þeir allir til fyrirmyndar í öllum málaflokkum en eitt eiga þeir sammerkt: Þeir eru að veiða upp óánægjufylgi þeirra sem efast um samruna opinbers valds í hendur útlendra embættismanna, svimandi óráðsíuna og í breiðum skilningi þá aðför að samfélagsgerð okkar sem á sér stað víða, frá skólastofum til löggjafarþinga.

Er rétta leiðin sú að stofna nýja stjórnmálaflokka? Ég get ekki svarað því. En að gera ekkert er ekki í boði.


mbl.is Óli Björn hættur sem þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Maður heyrir oft harða gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn
en þegar maður spyr hvað annað sé í boði þá er mjög fátt um svör
Allaveg ekkert fast í hendi meira svona eins og eitthver fiskur sem á svo eftir að finna, veiða, verka og selja

Grímur Kjartansson, 12.9.2023 kl. 11:36

2 identicon

Öll þessi ósköp byrjuðu með EES samningnum.

Hann bar í sér ný-frjálshyggjuna,

einka-klíku-væðingu og sjálfskömmtun

æðstu stjöra stofnana, þings og ráðuneyta,

sem höfðu þar með hamskipti

til að nota ríkisvaldið og fjórfrelsið, 

til að graðka undir sjálfa sig.

Í því fólst gríðarleg spilling,

þeir sem þáðu valds sitt frá lýðnum

— hættu að vera public servants.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.9.2023 kl. 12:59

3 identicon

Hvað eiga hægri menn að gera?

Þeir eiga að frelsa sjálfa sig undan oki þess

skrímslis sem Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn

Þeir eiga að stofna þjóðlegan íhaldsflokk.

Bara þannig væri 15% fylgi komið,

því innan skrímslisins leynast enn alvöru 

sjálfstæðismenn. 

Þeir þurfa að frelsa sjálfa sig og stofna

flokk sem byggir á heilbrigðu athafnafrelsi,

flokk sem virðir land og þjóð,

íslenskt fullveldi og sjálfstæði.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.9.2023 kl. 14:33

4 identicon

Gæti lengi haldið áfram, en bæti aðeins þessu við:

Restin af Sjálfstæðisflokknum mun halda áfram að þenja út báknið, meðan hann er í aðstöðu til, báknið sem telur nú um 21.000 manns, bara hjá RÍKINU, starfsmenn sveitarfélaga eru svo nærfellt sömu ósköpin.

Bjarni segist reyndar ætla að skera niður um 210, 1%.  Þó dverglítið sé miðað við hvað báknið hefur stækkað óhugnanlega mikið í valdatíð Sjálfstæðisflokka og helferðar fylgdarliðs, þá vita allir sem eru eldri en tvævetur að svo mun ekki verða.  Þeim mun halda áfram að fjölga eftir því sem fleiri eftirlitsstofnunum evrópska alríkisins verður komið á fót, með auknum gjöldum og sköttum, beinum og óbeinum.

Þessu verður að linna. 

Sannir sálfstæðismenn verða að frelsa sig úr fjötrum alríkis alræðisins, sem sá flokkur er leppur fyrir.  Þeir sem eftir verða eru pilsfaldakommar, jötuliðar og búrakratar. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.9.2023 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband