Bannsinnar: Segið það hreint út!

Vefþjóðviljinn hittir naglann á höfuðið varðandi bann á ákveðinni löglegri iðju í húsnæði í einkaeigu (feitletrun mín):

"Vill fólk að ríkið megi banna fólki að reka [stað sem heimilar reykingar], stað sem neyðir engu upp á nokkurn mann? Ef menn samþykkja það princip, að ríkið megi banna slíkan stað, stað þar sem enginn maður er beittur órétti á nokkurn hátt og enginn neyddur til neins, þá eiga menn að segja það hreint út að þeir telji að á Íslandi eigi að ekki að vera í gildi sá eignarréttur sem leyfi fullorðnu fólki að reka slíkan veitingastað, að á Íslandi eigi ekki að vera svo mikið athafnafrelsi fullorðins fólks að því sé heimilt að ráða sig til vinnu á slíkum stað og að á Íslandi megi ekki vera svo mikið frelsi að fullorðnu fólki sé heimilt að sækja slíkan stað."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orðið "bannsinnar" finnst mér pínu hlægilegt en hvað um það. Ef þú ert að beina orðum þínum eitthvað sérstaklega að vinstrimönnum þá má ég til með að benda þér á að Vefþjóðviljinn er þér ekki hliðhollur ef þú vilt á annað borð sannfæra einhvern. Ég tel sjálfri mér og öðrum á vinstrivængnum til tekna ef Vefþjóðviljinn mótmælir okkar sjónarmiðum enda lít ég á pennana þar sem villuráfandi sauði.

Svo minni ég á að það eru til ótal reglur um atvinnurekstur og ekki síst veitingahúsarekstur. Eigendur staðanna þurfa til dæmis að uppfylla ákveðin skilyrði um hreinlæti og aldurstakmörk ef þeir vilja bjóða upp á mat og vínveitingar. Þessar reglur eru öllum til góða og ég veit ekki til þess að margir álíti þær draga úr eignaréttinum (nema kannski einhverjir á Vefþjóðviljanum?)

Ég tengi ekki reykmettað andrúmsloft við frelsi, hvorki í Kringlunni, úti í kjörbúð né á skemmtistöðum, ekki frekar en ég tengi skítug og heilsufarsspillandi veitingarekstur við neitt sérstakt frelsi þótt ég viti alveg hvað íhaldsmenn og aðrir eru að fara þegar þeir mótmæla reykingabanninu. Ef þú vilt mótmæla reglum, þá held ég að reykingabannsreglan sé ekki sú stærsta eða veigamesta sem þú getur mótmælt.

hee (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 20:08

2 identicon

Þessir Vefþjóðvilja menn eru greinilega með nagla fasta í höfðinu.

Það vantar mikið upp á rökhugsun þeirra. Er um að ræða stráka á grunnskólaaldri?

Þeir virðast halda því fram að reykingar sé "löstur" en ekki "glæpur". Eru þeir í afneitun um þann skaða og óþægindi sem reykingar hafa í för með sér?

Þegar reykt er ofan í mann sem hefur ekki samþykkt slíkt, þá er hinn sami beittur órétti. Ég skil ekki hvernig þeir geta bullað svona mikið. 

Árni Richard (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 07:04

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Árni þú getur ekki hrifsað til þín eignarrétt húseigenda með því að storma inn á eign hans og heimta að allir hætti því sem þeir eru að gera þar inni (í leyfi húseiganda) á meðan þú sannfærir sjálfan þig um að enginn sé að brjóta á þér.

Hildur, "bannsinnar" segi ég um alla þá sem vilja flytja eignarrétt og sjálfseignarrétt frá einstaklingum og eigendum og til opinberra embættismanna, hvort sem einhverjum finnst það vera "öllum til góða" eða ekki.

Geir Ágústsson, 3.6.2007 kl. 09:34

4 Smámynd: Geir Ágústsson

"..enda lít ég á pennana þar sem villuráfandi sauði."

Athyglisvert viðhorf. Og hver er góði hirðirinn sem á að beina þeim (og mér) í réttirnar?

Geir Ágústsson, 3.6.2007 kl. 09:44

5 identicon

Og hver er góði hirðirinn sem á að beina þeim (og mér) í réttirnar?

Ég skal ekkert segja um það. Ég er bara að vekja athygli á því að vinstrimenn taka fæstir (ef einhverjir) mark á Vefþjóðviljamönnum. En þeir mega alveg hafa sínar skoðanir þótt rangar séu.

hee (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 12:36

6 Smámynd: Geir Ágústsson

"Ég skal ekkert segja um það."

Ég vona þá að segir heldur ekkert til um hvað hinn ónefndi hirðir eigi að gera og segja til að passa upp á sauði sína. Það að þú gerir það skilur okkur að í stjórnmálum, og þig og Vefþjóðviljann sömuleiðis.

Geir Ágústsson, 3.6.2007 kl. 14:13

7 identicon

Þú ert þverhaus.

Þú lest ekki það sem ég skrifa, skilur það ekki, eða vilt ekki skilja það.

Lesu eftirfarandi setningar og reyndu að skilja þær:

Einstaklingur  ræður ekki hvort gestir sínir valdi skaða á hvor öðrum þó þeir séu staddir í húseign hans. Eignarétturinn nær ekki svo langt.

Árni Richard (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 05:49

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Árni, ef þú labbar inn í boxhring þá ertu að samþykkja að högg séu veitt á skrokk þinn og höfuð. Svo langt nær eignarréttur þinn á þínum líkama. Ef þú labbar inn á húseign þar sem húseigandi heimilar losun tóbaksreyks í loftið þá ertu að nota sama sjálfseignarrétt til að samþykkja inntöku hins skaðlega reyks í líkama þinn, gefið að húseigandi setji ekki á reykræstingu og banni reykingar að þinni ósk.

Svo jú, þegar um er að ræða frjálsa samninga frjálsra einstaklinga í þeirra húseignum þá er ekkert sem meinar þér að samþykkja að þér sé valdið ákveðnum skaða á þínum líkama, hvort sem það er af boxandstæðingi með beinum höggum eða reykingamanni með óbeinum reyk.

Svo ,

Einstaklingur ræður hvort gestir hans valdi hvor öðrum skaða (sé skammtíma innöndun tóbaksreyks skilgreind sem "skaði") séu þeir staddir í húseign hans og gefið að allir gestir hans viti að hverju þeir ganga þegar þeir ganga inn í húseign hans (hvort sem það er boxhringur, skemmtistaður eða einkaheimili).

Nema þú ætlir þér að fyrirskipa reykingabann í íbúð minni ef þú hyggst koma í heimsókn? Eða bann við höggum á líkama þinn þegar bjallan glymur í boxbardaga og þú ert annar þátttakenda? Eða bann við háværri tónlist þegar þú stillir þér upp fyrir framan stóru hátalara Rammstein-tónleikanna? Það væri a.m.k. athyglisvert að sjá þig gera.

Geir Ágústsson, 4.6.2007 kl. 06:26

9 identicon

Ég er ekki alveg viss hvað þú meinar en vonandi tekurðu það ekki nærri þér að ég skuli gefa lítið fyrir Vefþjóðviljann og frjálshyggjuna. Það er mín skoðun, viltu að ég þegi um hana?

hee (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 09:13

10 Smámynd: Geir Ágústsson

"Ég vil" að þú notir eigin líkama og eigur, auk frjálsra samskipta við aðra líkams- og eignaeigendur, til að ná markmiðum þínum í lífinu hver sem þau eru.

Geir Ágústsson, 4.6.2007 kl. 10:14

11 identicon

Nei Geir

Enginn annar en einstaklingurinn sjálfur getur gefið leyfi fyrir því að honum sé valdið skaða, ENGINN !!

Maður sem stundar box hefur gefið þetta umrædda leyfi sjálfur og enginn annar.  Allt annað mál og gefur til kynna að þú hefur ekki lesið vel málflutning minn.

Árni Richard (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 13:49

12 identicon

Já það er ágætt. Þá tek ég mér það bessaleyfi að skammast áfram út í frjálshyggju/íhaldsmenn út af öllu og engu, og benda á að mér finnist þeir villuráfandi sauðir. Ég „vil“ nefnilega gera það.

hee (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 15:26

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Gott hjá þér Hildur.

Árni, ég er maður sátta og býðst hér með til að einskorða kröfu mína um reykmettað loft við eigin íbúð og hugsa mig tvisvar um áður en ég held partý fyrir aðdáendur ríkisrekins einkaeignarrétts, þótt reyklaust fólk sé jafnvelkomið og annað til að verma sófa minn.

Geir Ágústsson, 4.6.2007 kl. 19:28

14 identicon

Ókei Geir ég skil þig. Þú vilt semsagt hvorki fá mig né Árna Richard í partý til þín. Okkur er ekki boðið. Allt í lagi, ég lofa að láta mig vanta...

hee (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 20:07

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Veistu, mér þykir leitt að játa það, og leitt að vera kominn á þessa skoðun, en ég held að það væri mér sem íbúðareiganda og ykkur sem forræðishyggjuliði öllum í hag að partý hjá mér verði látin eiga sig af ykkur. Frjáls samskipti (eða samskiptaleysi) okkar eiga mikið undir því komið að þið virðið einkaeignarrétt minn á mínu eigin heimili.

Geir Ágústsson, 12.6.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband