Vernd þeirra viðkvæmustu

Þessi mynd er endurvarp af tölum dagsins á covid.is:

andlat

Andlát sem hlutfall af smituðum fyrir þá undir 70 ára aldri er 0,08% og í því hlutfalli eru allir sykursjúklingarnir, offitusjúklingarnir, reykingamennirnir, gigtarsjúklingarnir á ónæmisbælandi lyfjum og þeir sem eru með allskyns aðra sjúkdóma eins og krabbamein og hvaðeina. Sennilega er hlutfallið töluvert minna en 0,08% þegar er búið að leiðrétta fyrir undirliggjandi og banvænum sjúkdómum sem vantaði bara punktinn yfir i-ið (hvort sem það er flensa, kvef eða COVID-19).

Andlát sem hlutfall af smituðum fyrir þá yfir 70 ára aldri er 11%, en sé eingöngu litið á hópinn 70-79 ára fellur hlutfallið niður í 2% um leið og það hækkar í 16% fyrir þá yfir 80 ára aldri (sennilega flestir þeirra látnu skjólstæðingar ríkisins á Landakoti).

Svo það blasir við að ef það tekst að verja einstaklinga yfir 70 ára aldri gegn smiti (með mannúðlegum sóttvarnaraðgerðum) þá eru nánast engar líkur á að deyja úr COVID-19 á Íslandi.

En þá er sagt: Langtímaafleiðingar! Þær eru svo miklu verri vegna COVID-19 en annarra sjúkdóma! Vísað er í rannsókn þessu til staðfestingar - rannsókn sem náði yfir 4 mánaða tímabil og getur því varla kallast annað en skammtímarannsókn. Fljótt á litið sýnist mér langtímaáhrif COVID-19 vera svipuð og fyrir flensuna þótt hlutfall þeirra sem kljást við langtímaafleiðingar sé auðvitað óþekkt ennþá, og eins hverjir áhættuhóparnir eru. Það kemur mér hins vegar á óvart að það megi tala um eitthvað annað en SMIT og ég fagna því. Má þá ekki líka tala um eitthvað annað en óþægindi vegna yfirstaðinnar veirusýkingar, svo sem dauðsföll fátækra barna, örvæntingu unga fólksins eða andlega hrörnun gamla og einangraða fólksins?

Ef það má á annað borð tala um annað en smit þá finnst mér það sjálfsagt. 

Eftir stendur þrennt:

  1. Lífslíkur fólks undir sjötugt vegna COVID-19 eru svo gott sem 100% (líka þeirra með sykursýki, hjartasjúkdóma, bæld ónæmiskerfi og fleira) og hægðarleikur að verja þá yfir sjötugt með svolítilli umhugsun
  2. Langtímaáhrif eru viðbúin eins og með flensu og aðra sjúkdóma, en þeir sem virkilega óttast langtímaafleiðingar ættu einfaldlega að sýna það í verki og passa sig en ekki heimta lögregluríki fyrir alla aðra
  3. Óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða eru verri en veiran

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ofaná allt aman þá eru á Íslandi 1.6% líkur á að fá sjúkdóminn á 9 mánaða tímabili.

Ég býst við að næstu 9 mánuði verði líkurnar 0.5-1%.

En hey... þetta snýst ekkert um pestina lengur.  Hefur ekki gert það í meira en 6 mánuði.

https://image-cdn.parler.com/r/H/rH9xxoDi3m.jpeg

Ásgrímur Hartmannsson, 16.12.2020 kl. 13:08

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Langtímaafleiðingar eru forsenda þess að hægt sé að gera kröfu um að hjarðónæmi náist með bólusetningu, og að hægt verði að flokka frá þá sem af einhverjum ástæðu eru ekki bólusettir, meina þeim að ferðast, fara á veitingastaði, í leikhús og svo framvegis. Einhvers staðar sá ég því fleygt að þessu fólki yrði gert að sauma gula stjörnu á fatnað sinn svo það þekkist örugglega úr.

En þetta er sumsé ástæðan fyrir öllu talinu núna um langtímaafleiðingar. Séu þær ekki til staðar er nefnilega engin þörf á hjarðónæmi heldur nægir að bólusetja þá sem eru í hættu.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.12.2020 kl. 13:22

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Þetta er orðin ein stór hringavitleysa og alltaf dregnar nýjar kanínur upp úr hattinum. 

Ég vildi óska þess að ég væri í 8 manna hópi á veitingastað í Stokkhólmi, innan um aðra 8 manna hópa. Barinn opinn til 10 á kvöldin - betra en ekkert! Og dauðsföllin að nálgast 0 á dag í Svíþjóð.

Geir Ágústsson, 16.12.2020 kl. 13:50

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Seint hefði maður trúað því að maður færi að líta á hina hálfsósíalísku Svíþjóð sem draumaríki frelsisins. En svona breytast hlutirnir. Man ennþá menningarsjokkið þegar við fluttum til Stokkhólms frá París um síðustu aldamót. En nú er Stokkhólmur gósenland þeirra sem vilja njóta lífsins en París eyðimörk.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.12.2020 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband