Hið opinbera tapar þegar þú vinnur

Í svolítilli frétt um (löglegan) frádrátt frá skattgreiðslum kemur ítrekað fram orðalag sem gefur til kynna að þegar þú heldur eftir launum þínum þá tapar hið opinbera peningum.  Tapar!

Úr fréttinni:

  • Rík­is­sjóður og sveit­ar­fé­lög hafa orðið af tæp­lega 3,6 millj­örðum króna í skatt­tekj­ur ...
  • Einnig var spurt um áætlað tekjutap rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga ...
  • Mat ráðuneyt­is­ins er að árið 2018 hafi tap rík­is og sveit­ar­fé­laga vegna þessa verið ...

Eina leiðin til að forða hinu opinbera frá svokölluðu tapi er að það nái af þér hverri einustu krónu, ekki satt? Því ef þú nærð að halda eftir einni krónu þá hefur hið opinbera tapað henni, ekki satt?

Ekki veit ég hvað vakir fyrir blaðamanni að apa þetta tungutak upp eftir stjórnmála- og embættismönnum. Kannski til að eygja vonir um þægilega innivinnu sem fjölmiðlafulltrúi einhvern daginn?


mbl.is Tekjutap 3,6 milljarðar vegna gjafa lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er fasismi.  Þetta er skólabókardæmi um fasisma, og ég meina þá "fasismi" eins og fyrirbærið er í orðabókinni, ekki sem blótsyrði.

Svo margir virðast halda að Ríkið eigi fólkið eða sé einhverskonar guð. (Sem er einmitt einfaldasta skilgreining á fasisma.)

Svo: ríkið tapar þegar við borgum minna í það.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.12.2020 kl. 16:19

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Ég er sammála því. Ein orðabókarskilgreining hljómar svona: 

"a tendency toward or actual exercise of strong autocratic or dictatorial control"

Margir segja hreinlega berum orðum í dag að ríkið þurfi að "stjórna" eða "hafa umsjón með" eða "vernda" eða "setja reglur" sem auka völd þess á kostnað samfélagsins. Berum orðum! 

Eða gæti ekki hvaða stjórnmálamaður sem er hafa sagt þessi orð?

"The fundamental principle is that the State is not an end in itself, but the means to an end. It's the pre-condition of a higher form of human civilization, but it's not the cause."

(En hver sagði þetta í raun?)

Geir Ágústsson, 9.12.2020 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband