Think globally, act locally - ekki nei?

Fyrir mörgum áratugum var oft sagt að umhverfisvernd snérist um að hugsa heildrænt en framkvæma staðbundið (sem er léleg þýðing á slagorðinu "think globally, act locally"). Þetta var auðvelt að skilja, líka sem barn. Þú getur kannski ekki sagt öðrum heimshlutum fyrir verkum en getur a.m.k. gengið frá eigin rusli og sett notuð batterí í þar til gerð ílát og sleppt því að hella olíu í lækinn. Vonandi leiðir svo hið góða fordæmi og hinar ábyrgu gjörðir til einhvers á heimsvísu.

Nú er þessi öðruvísi háttað. Nú mætti segja að slagorðið í gildi sé: "Forget globally, screw yourself locally".

Emmcx9JXYAIZjnMÞetta kemur fram í mörgu.

Til dæmis er útblástur vestrænna ríkja á hinni sárasaklausu sameind, CO2, gjörsamlega áhrifalaus fyrir loftslagið og heildarmagn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, sérstaklega þegar haft er í huga að aukning sama útblásturs er aðallega að eiga sér stað í vanþróaðri heimshlutum. Kínverjar og Indverjar halda áfram að auka sinn útblástur í a.m.k. 10 ár í viðbót áður en þeir verða nógu ríkir til að kaupa dýrari tækni til að framleiða orku úr öðru en jarðefnaeldsneyti (og hafa þá fyrst og fremst bætt loftgæði í huga en ekki gagnslaus loftslagslíkön). Mið-Ameríka, Brasilía og mörg svæði Afríki eiga líka inni tímabil þróunar þar sem raforkan þarf að koma með sem ódýrustu og viðhaldsminnstu orkuaflandi aðferðinni. Og það er bara allt í lagi!

Ofurskattar á almenning í vestrænum ríkjum í nafni gróðurhúsaáhrifa gera ekkert nema skerða lífskjör almennings. Ekkert annað! Og jú, eyða regnskógunum. Ef allir Bretar hættu að nota jarðefnaeldsneyti á morgun þá yrði "sparnaður" í losun uppurinn með aukningu Kínverja á frekar stuttum tíma (að mig minnir 1-2 árum). 

Svo er auðvitað vert að nefna að í þau fáu skipti sem menn hafa nennt að setjast yfir óbeina losun svokallaðra grænna orkugjafa þá er ávinningurinn í formi minnkandi losunar ekki jafnmikill og menn telja sér í trú um. Turn vindmyllu þarf t.d. að búa til úr stáli, með notkun hita frá kolabruna og námuvinnslu og flutninga á hráefnum og lokaafurð. Sé allt reiknað saman eru menn ekkert endilega að gera mikið til að draga úr losun - bara innleiða dýran millilið á milli orkugjafa og neytanda - láta kolin bræða stálið í vindmylluna í stað þess að knýja orkuverið.

Á Vesturlöndum tala menn um orkuskiptin eins og það þýði að fara úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlegt eldsneyti. Það er bara okkar skilningur á orðinu. Á mörgum svæðum þýða orkuskiptin þau að fara úr engri orku í einhverja orku - að þurfa ekki lengur að brenna þurrkaða kúamykju og fá rafmagn í staðinn, gjarnan úr kolaorkuveri. Á öðrum svæðum vilja menn losna við skítuga kolareykinn og skoða þá olíu og jarðgas sem valkost. Orkuskiptin eru ekki þau sömu fyrir alla. Þetta nenna fáir að tala um og fyrir vikið eru ríki nörruð inn í sáttmála sem í besta falli eru verðlaus pappír en í versta falli eyðileggjandi fyrir hagkerfi þeirra og velferð íbúa.


mbl.is Beint: Loftlagsfundur og breytingar síðustu 5 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband