Í fréttum er það helst: Ekkert fréttnæmt gerðist

Verslunarmannahelgin er að baki. Í fréttum er það helst að þúsundir manna þjöppuðu sér saman á lítil svæði, drukku ótæpilega, neyttu ólöglegra vímuefna, sváfu í ólæstum tjöldum í ofurölvun og berskjaldaðir fyrir umheiminum og ... nánast ekkert kom upp á!

Jú, vissulega stal einhver áfengi úr tjaldi eða lét hnefann rekast á kjálka annars manns. Það fylgir mörgum útihátíðum. Fréttamenn hafa hins vegar hamast við að slá upp orðum eins og kynferðisbrot og fíkniefnamál eins og þau hafi leikið einhverju hlutverki. Það gerðu þau ekki. Hvers vegna þessir uppslættir? Er blaðamönnum lífsins ómögulegt að flytja jákvæðar fréttir? Hvaða hvatar reka þá áfram? 

Ég get sagt frá stúlku - frænku konu minnar - sem fór núna í fyrsta skipti á Þjóðhátíð í Eyjum. Hún lýsti því yfir að hún ætlar nú að fara á hverju ári. Væri ekki nær að taka viðtal við hana og biðja hana um að segja frá hátíðinni? 

Það er auðvitað mikilvægt að brýna fyrir fólki að ræna ekki, berja eða nauðga. Þegar slíkar áminningar skila frábærum árangri á að fagna en ekki einblína á svörtu sauðina og veita verkum þeirra alla athyglina.


mbl.is Tvö kynferðisbrot komu upp í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér sannast það líklega enn sem oftar, að (nánast) engar fréttir eru góðar fréttir. 

Jón Valur Jensson, 8.8.2017 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband