Ríkið ætti að gefast upp

Mannkynssagan er full af dæmum þar sem hið opinbera reynir að standa í einhverjum rekstri með notkun miðstýrðs einokunarfyrirkomulags. Sú saga er full af mistökum, sóun, reiði, fjársvelti, offjárfestingum og vanrækslu. Sem dæmi má nefna íslenska heilbrigðiskerfið, íslenska menntakerfið og íslenska vegakerfið.

Hagfræðin kennir okkur að ef verðlag er ekki látið ráðast af framboði og eftirspurn á frjálsum markaði þá verði til sóun. Auðvitað er alveg hægt að láta ríkiseinokunarfyrirtæki reisa byggingu eða leggja vegi. Menn sjá byggingu og veg og hugsa með sér að vel hafi verið að verki staðið. Þetta er hins vegar tálsýn. Ríkið tók fé úr vösum einhverra og setti í tiltekna framkvæmd. Það fé hefði að öðrum kosti farið í eitthvað annað. Ef einkaaðili hefði lagt veginn hefði hann kannski gert það á skemmri tíma eða lengri, á öðrum árstíma, með öðrum hráefnum, öðru vinnuafli, eigin fé eða lánsfé, og rukkað háa tolla í stuttan tíma eða lága tolla í langan tíma, og allan tímann haft í huga áhuga neytenda á framkvæmdinni og vilja þeirra til að borga fyrir afnot af henni.

Nei, ríkið ákveður bara að leggja veg. Nú eða sleppa því.

Það er kominn tími til að ríkisvaldið gefist upp, hætti að innheimta skatta af eldsneyti og bifreiðum, hætti að skipta sér af því hvaða vegur er lagður á hvaða landi og komi vegakerfinu í hendur einkaaðila. 


mbl.is Vegtollar geti flýtt framkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega.  Ríkið, það er ekki ég.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband