Málamyndastjórn til vors - kjósa aftur

Bjarni Benediktsson er búinn að berja höfðinu í stein undanfarna daga og hefur komist að því að enginn hefur áhuga á skattalækkunum, niðurgreiðslu ríkisskulda og hægfara en stöðugum framförum. Allir flokkar eru með einhver gæluverkefni og ekki hægt að setja þrjá eða fleiri undir sömu regnhlíf nema lenda í gæluverkefnum sem stangast á.

Hann talar því um að skila stjórnarmyndunarumboði sínu.

Í stað þess að sjá fram á vinstristjórn sem verður ekki sammála um neitt innbyrgðis annað en að hækka skatta ætti Bjarni að reyna ná saman málamyndastjórn sem starfar til næsta vors og boða þá til annarra kosninga. 

Þannig væri hægt að samþykkja fjárlögin og losna við tolla af öllu nema matvælum.

Þannig væri hægt að rýmka enn frekar gjaldeyrishöftin.

Þannig væri hægt að leyfa fólki að halda jól án þess að óttast hvað tekur við eftir áramót.

Má ekki smala saman nokkrum þingmönnum sem mynda ríkisstjórn sem ákveður í raun ekki neitt fram til næsta vors? 


mbl.is Bjarni gæti skilað umboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú tala alltaf vinstri flokkarnir hvad thad vaeri gott

ad hafa minnihluta stjórn.

Gaeti ekki framsókn og sjálfstaedis gert thad sama og myndad

minnihluta stjórn...???

Eda er thad bara leyfilegt ef thad eru bara flokkar til vinstri..??

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 10.11.2016 kl. 08:21

2 Smámynd: Geir Ágústsson

"Do what I say, not what I do" - slagorð íslenskra vinstrimanna.

En þetta er ágæt hugmynd. Stjórnin gæti þá bara haft þá stefnu að berjast ekki fyrir neinu sem máli skiptir fram til kosninga í vor. Vinstrimenn eru svo sundraðir að þeir gætu varla þvingað neinn stórkostlegan skaða upp á Ísland. Þegar rykið hefur sest í vor verða svo línur vonandi skýrari. 

Geir Ágústsson, 10.11.2016 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband