Ekki fer alltaf saman vilji og verk

Þau eru mörg hagsmunamálin sem herja á hirslur hins opinbera á Íslandi, bæði sveitarfélaga eða ríkis. Raunar eru allir ósáttir við skort á opinberum stuðningi við hugðarefni sín eða þá sem minna mega sín eða þá sem vilja fara á ráðstefnur í útlöndum.

Þeir sem treysta á opinbera framfærslu eru um leið að vona að há skattlagning dugi til að fjármagna þá framfærslu því hin háa skattlagning hefur hirt allt það fé sem færi annars í að fjármagna þá framfærslu. Um leið er vonin sú að fáum öðrum takist að bætast á listann yfir þá sem hið opinbera hefur á sinni framfærslu. Þó hafa listaunnendur og íþróttaunnendur yfirleitt virt það þögla samkomulag að hvorugur kvartar yfir styrkjum til hins þótt það sé ljóst að það sem annar fær getur hinn ekki fengið. 

Nú hefur Kópavogur ákveðið að hætta stuðningi við Tónlistarsafn Íslands. Það þýðir líklega að einhverjum öðrum hefur tekist að komast á spenann þar á bæ. Kannski kostaði EM-skjár bæjarins of mikið, nú eða Óperudagarnir. Það mætti kannski segja að EM og óperan hafi valdið lokun Tónlistarsafns Íslands. Eða hvað?

Best væri auðvitað að hið opinbera hætti að skattleggja í nafni styrkjaúthlutana og leyfði skattgreiðendum sjálfum að fjármagna hugðarefni sín. Kannski kæmi það miklu betur út fyrir Tónlistarsafn Íslands að vera upp á náð og miskunn notenda og neytenda frekar en hins opinbera. Þá geta þeir sem segjast vilja að eitthvað hljóti fé sýnt vilja sinn í verki í stað þess að kenna bara öðrum um. 

Það sakar ekki að prófa, er það? Er hin leiðin ekki þrautreynd?


mbl.is Ganga út hokin með kökk í hálsinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Þetta er kannski rosalega heimskuleg pæling hjá mér en hvernig væri að lækka skatta á alla nema hátekjufólk verulega, en skylda fólk um leið til að gefa 10% af launum í ýmiskonar menningar- og hjálparstarf...

halkatla, 14.7.2016 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband