Nokkur orð um fasisma

Obama er í hjarta sínu sósíalisti að ég held en stjórnarfar hans líkist samt miklu frekar fasisma, og lof mér nú að útskýra áður en ég verð vændur um að fylgja lögmáli Godwins eða stunda Reductio ad Hitlerum

Á einum stað er fasismi skilgreindur svo:

Fascism is the system of government that cartelizes the private sector, centrally plans the economy to subsidize producers, exalts the police state as the source of order, denies fundamental rights and liberties to individuals, and makes the executive state the unlimited master of society.

Höfundur bætir svo við: "This describes mainstream politics in America today. And not just in America."

Athugið að hér er fasismi ekki skilgreindur út frá einhvers konar notkun ofbeldis eða hatursumræðu. Ofbeldið er fylgifiskur fasismans og afleiðing en ekki forsenda. 

Obama hefur unnið hörðum höndum að því að auka miðstýringu í bandaríska stjórnkerfinu, t.d. í heilbrigðiskerfi þeirra. Hann hefur hent fé skattgreiðenda á eftir mörgum einkafyrirtækjum gegn því að hið opinbera fái ítök í þeim, t.d. General Motors. Hann lætur seðlabankann í Bandaríkjunum framleiða mikla verðbólgu til að hið opinbera geti haldið áfram að skuldsetja sig og auka við völd sín. 

Menn óttast að ef Donald Trump verði forseti Bandaríkjanna þá sé voði í vændum. Margir hafa kallað Trump fasista. Að mínu mati væri Trump mjög eðlilegur arftaki Obama. Hann þyrfti ekki að breyta mjög miklu, bara bæta í þá stefnu sem Obama hefur framfylgt: Aukin miðstýring, öflugra alríkisvald og frekari rýrnun á réttindum einstaklinga. 

Ekki væri Hillary Clinton mikið skárri - manneskja sem virðist standa utan við almenn lög í bandarísku samfélagi. Hún talar líka fyrir fasisma þótt hún noti ekki eins skrautlegt orðalag og Trump.

Obama er fánaberi fasisma í Bandaríkjunum. Nú er að sjá hver tekur við af honum. 


mbl.is Obama styttir Evrópuferð sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Einræðistilburðir Obama eru fáheyrðir í Bandarískum stjórnmálum. Mér sýnist stjórnarfar hans líkjast kommúnisma meir en nokkuð annað þar sem hann ræður öllu því sem hann vill ráða og ef þingið fer ekki að óskum hans sniðgengur hann þingið og hefur komist upp með það. Kannski er munur á fasisma og kommúnisma það lítill að sama er hvort hugtakið sé notað.

Ég lít svo á að Bandaríska þjóðin standi frammi fyrir tveim slæmum kostum í nóvember næstkomandi þegar gengið verður til kosninga um nýjann forseta. Annars vegar Hillary Clinton og hins vegar Donald Tromp.

Hvor kosturinn er betri? Að mínu mati er hvorugur kosturinn betri en hinn, en ég hef skoðun á því hvor kosturinn er verri. Verði Hillary Clinton kosinn forseti mun ekkert breytast í Bandarískum stjórnmálum, nema nafn þess sem fer með völdin. Hillary Clinton er skaðræði og þeir sem til hennar þekkja, samanber fyrrum öryggisvörður í Hvíta húsinu, gefur henni falleinkunn.

https://www.youtube.com/watch?v=WZSD2cUjGOE

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.7.2016 kl. 16:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bandaríkjamenn í öllum fylkjum hafa reyndar þriðja valkost:

https://www.youtube.com/watch?v=LGD8gJt7weU

Geir Ágústsson, 9.7.2016 kl. 17:43

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Rétt er það Geir, en eins og með forsetakosningarnar hér á landi virðist sama sagan eiga sér stað vestanhafs. Þeir sem ekki eru í "réttum" tengslum við fjölmiðlaelítuna fá litla athygli. Þeir sem elítan leggur blessun sína yfir og hafa næga peninga til að spila með fá mikla athygli fjölmiðla.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.7.2016 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband