Ríkisvaldið græðir á vinnu annarra

Ríkisvaldið nýtur nú góðs af auknum umsvifum í hagkerfinu. Þessu má líkja við vampíru sem nýtur góðs af blóðframleiðslu manns sem er duglegur að neyta járnríkrar fæðu.

Einkaaðilar eru að fjárfesta, leggja fyrir, taka áhættu, prófa sig áfram, þefa uppi markaði, selja vörur og þjónustu og yfirleitt að ná góðum árangri. Ríkisvaldið mætir svo á svæðið og hirðir vænan hluta ágóðans.

Við sjáum hér hvað ríkisvaldið flækist duglega fyrir. Nú standa skattar yfirleitt í stað eða eru að lækka lítillega. Seðlabankinn og viðskiptabankarnir eru að framleiða mjög litla verðbólgu. Þetta tvennt nægir oft til að einkaaðilar nái að blómstra. Ímyndum okkur hvað gæti gerst ef ríkisvaldið lækkaði skatta svo um munar og verðbólguframleiðslunni væri jafnvel snúið við þannig að almenningur gæti notið verðhjöðnunar!

Hið opinbera er hér að fá eitthvað fyrir ekkert í skjóli skattlagningarvaldsins. Nú er nauðsynlegt að skattar verði lækkaðir hressilega svo ríkisvaldið hirði ekki allan ágóðann og sólundi í vitleysu.


mbl.is Innheimtar tekjur aukast um 19,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilji þessir einkaaðilar njóta starfskrafta sem ríkisvaldið hefur menntað, menntunar þeirrar sem einkaaðilinn hefur fengið frá ríkisvaldinu, verndarinnar og tryggingarinnar sem ríkisvaldið veitir, vegakerfis o.s.frv. þá verða þeir að borga. Hið opinbera er ekki að fá eitthvað fyrir ekkert í skjóli skattlagningarvaldsins. Hið opinbera er að veita ómetanlega þjónustu sem enginn einkaaðili hefði ráð á að vera án.

Davíð12 (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 23:21

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er rétt að ríkisvaldið hefur tekið að sér ýmis verkefni og steypir þeim gjarnan í form ríkiseinokunar sem ýmist beint eða óbeint heldur einkaaðilum fjarri.

En þú þakkar ríkinu fyrir of mikið. Þú ert að þakka mafíósanum fyrir vernd sem þú hefði fengið með friðsamlegri hætti ef mafíósinn hefði ekki þvingað þig með hótunum um ofbeldi til að treysta á hans þjónustu. 

Geir Ágústsson, 7.7.2016 kl. 04:15

3 Smámynd: Haukurinn

Hið stóra stygga ríkisvald tróð sér líka heldur betur inn í frjálsa markaðinn árið 2008, með því að neyða fjárþrota bankastofnanir til að taka á móti innspýtingu skítugra skattafjármagnaðra peninga. Aukinheldur að neyða einkarekin fyrirtæki til að taka á móti ríkisstuðningi til að halda þeim á floti.

Oj bara.

P.s. Annars væri töff að fá Michael Bay eða einhvern álíka Hollywood snilling til að gera stórslysamynd um mafíósaforingja sem líka væri vampíra.

Haukurinn, 7.7.2016 kl. 07:13

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég skil ekki ótta ríkisvaldsins við gjaldþrota einkafyrirtækja, líka þeirra sem eru "mikilvæg". Gjaldþrot eru hreinsandi afl á frjálsum markaði. Það mætti hugsa sér að svolítið erfitt tímabil fjöldagjaldþrota banka hefði leitt af sér miklu sterkara, betra, heilbrigðara og traustara bankakerfi sem treystir ekki á opinberan seðlabanka og óskýrar ríkisábyrgðir á innistæðum til að búa til falskt traust á sér. 

En nei, almennt er því trúað að það sem ríkið hefur á sinni könnu í dag þurfi alltaf að vera á könnu þess. Ef ríkið leggur ekki vegina - hver á þá að gera það? Svarið er augljóst: Einkaaðilar, eins og þeir gerðu áður en ríkisvaldið hrifsaði það verkefni til sín. 

Geir Ágústsson, 7.7.2016 kl. 09:13

5 Smámynd: Haukurinn

Gjaldþrot einkafyrirtækja eru hluti af 'spilinu'. Þau hreinsa út þá aðila sem ekki standa sig í rekstri og eru óhagkvæmir. Þar erum við alveg sammála. Það sem átti sér stað á árunum 2007/2008 var hreinlega að grunnstoðir heimshagkerfisins skóku og riðuðu til falls. Afleiðinegar fjöldagjaldþrota stærstu bankastofnana heimsins, sem og stórra lykilfyrirtækja sem voru náttengd og háð þessum bönkum, hefði leitt í för með sér langvarandi tímabil óstöðugleika og vandamála.

Ríkið á engan veginn að blanda sér í rekstur fyrirtækja sem eiga betur heima á frjálsum markaði. Þar erum við enn á ný sammála. Samt sem áður, þá er það háð vissum vankvæðum að einkareka mörg af þeim verkefnum sem hið opinbera sinnir. Til dæmis má taka að hvatar einkafyrirtækja styðja oft ekki undir 'almannahagsmuni', gjaldþrot ummönnunarfyrirtækja hefur haft í för með sér ýmis vankvæði fyrir borgarana, einkareknar heilbrigðisstofnanir hafa stundum séð hag sinn í að 'fleyta rjómanum' af þeim sjúklingum sem þeir velja að annast, o.s.frv.

Ekki frekar en Ríkið er eina lausnin - þá er Markaðurinn það heldur ekki.

Haukurinn, 7.7.2016 kl. 09:34

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Það getur verið erfið hugsanaæfing að ímynda sér að ríkisvaldið dragi sig úr einhverju sem það hefur haft á sinni könnu lengur en elstu menn muna (en þó ekki alltaf).

Svo má nú alveg nefna að þótt banki hverfi með auði skjólstæðinga sinna þá standa raunveruleg verðmæti eftir og bíða nýrra eigenda. 

Geir Ágústsson, 8.7.2016 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband