Hvað þarf að markaðssetja? Ókeypis peninga?

Með fullri virðingu fyrir því fólki sem starfar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands þá sækir á mig spurning: Hvað þarf hún að markaðssetja?

Ég sé ekki annað í fljótu bragði en að þessi mistöð hafi það hlutverk að plástra þau sár sem óhófleg skattlagning veldur á fjárhag fyrirtækja og einstaklinga sem hefðu að öðrum kosti haft möguleika á að fjárfesta í nýsköpun.

Með öðrum orðum: Vegna reglugerðafrumskógar og skattheimtu hins opinbera þarf að veita fé skattgreiðenda í nýsköpun og rannsóknir. 

Þetta mætti e.t.v. kalla vítahring en um leið vítahring sem væri auðvelt að vinda ofan af, þ.e. þegar pólitíkin hefur verið tekin út fyrir sviga.

Markaðsherferðir miðstöðvarinnar ættu annars að blasa við. Þær geta snúist um að birta sem víðast stór skilti sem á stendur: Ókeypis peningar.


mbl.is Fjalar markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svo spurning hvort þessi stofnun gerir gagn eða ógagn. Styrkirnir eru þunnt smurðir til að hafa alla góða og menn fá brotabrot af því sem þeir telja sig þurfa í startið. Oftar en ekki leiðir þetta fólk út í forað skuldsetninga sem ríður því að fullu.

ég sé fyrir mér að ríkið gæti komið að vænlegum hugmyndum með því að kaupa hlut í fyrirtækinu og gefa síðan frumherjunum forkaupsrétt á markaðsvirði. Það myndi kannski gefa tekjur þegar vel gengur á móti því sem hugsanlega tapast í andvana verkefnum.

500 þúsund króna framlag í fyrirtæki sem telur sig þurfa 10-15 milljónir í startið er bara gildra fyrir fólk og pólitískt friðþægingarfé sem skaðar fremur en eflir.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2016 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband