Áhugalaus karlmaður kemur í stað drífandi kvenmanns

Lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja leiða nú til þess að áhugalaus eða framtakslaus karlmaður verður kjörinn í stjórn fyrirtækis í stað áhugasams og drífandi kvenmanns. Til hamingju með það, Alþingi Íslands og stjórnvöld öll!

Sem betur fer eru ekki til kynjakvótar um heimili. Slík lög kvæðu eflaust á um jafnt hlutfall fullorðinna karla og kvenna á heimilinu og myndu þannig í raun banna hjónabönd eða sambúð samkynhneigðra. 

Sem betur fer eru ekki til kynjakvótar í starfsgreinum. Þá yrði að segja upp yfir 50% af hárgreiðslukonum landsins og senda þær í störf sem þær hafa minni áhuga á. Byggingalóðir yrði um leið að manna af kvenfólki sem hefur engan áhuga á byggingarvinnu og minni líkamlegan styrk til að lyfta steypumótum og keyra þungar hjólbörur. 

Lög um kynjakvóta eru lög sem eru beinlínis andstæð öllum hugmyndum um jafnrétti einstaklinga til að leita hamingjunnar og sækja starfsframa á eigin forsendum. Lög um kynjakvóta dæma einstaklinga á grundvelli kyns. Þau dæma suma úr leik og aðra inn í leikinn eingöngu á forsendum kyns. Lögum um kynjakvóta má að þessu leyti líkja við gömlu suður-afrísk lög um kynþætti. Þau ber að afnema með öllu sem fyrst.  


mbl.is „Rangfærslur stýrðu umræðunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þ. J.

Amen.

Þ. J., 17.3.2016 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband