Hvað nú?

Von er á albönsku fjölskyldunum tveimur sem nýlega fengu íslenskan ríkisborgararétt til landsins um klukkan 14.30 í dag með flugi WOW air frá Berlín. 

Þetta eru frábærar fréttir fyrir fjölskyldurnar sem hér eiga í hlut. Þær eru komnar úr fátæku landi í auðugt. Þær fá aðgang að vinnumarkaði, heilbrigðiskerfi og skólum. Megi þeim farnast sem best og verða góðir og löghlýðnir ríkisborgarar, framleiða verðmæti og bæta mannlífið í kringum sig.

En hvað með hinar milljónirnar sem enn eru úti í hinum stóra heimi og búa við fátækt og slæm lífsskilyrði? Er pláss fyrir þær á Íslandi? Nei. 

Fátækt ríkja er heimatilbúið vandamál. Í raun er miklu auðveldara að framleiða fátækt en verðmæti. Stjórnvöld þurfa bara að flækjast fyrir, þrífast á spillingu, umbuna sumum á kostnað annarra, hindra frjáls viðskipti, grafa undan eignarrétti íbúanna og jafnvel stinga fólki nánast handahófskennt í fangelsi fyrir að mótmæla ástandinu.

Í gegnum mannkynssöguna hefur alla tíð verið erfiðara fyrir stjórnmálamenn að skapa umhverfi verðmætasköpunar en umhverfi fátæktar. Þetta er og verður almenna reglan á meðan við lítum til stjórnmálamanna til að leysa vandamál okkar. Það besta sem þeir geta gert er að koma sér úr veginum en þeir eiga erfitt með það. Þeir vilja völd og gjarnan áhrif og peninga og ef almenningur lætur lokkast af þeirra eigin tali um eigið ágæti þá hirða þeir eins mikil völd og áhrif og þeir geta.

Nú má maður vona að albönsku fjölskyldunnar kynni sér vel innviðina á Íslandi og Vestur-Evrópu almennt og byrji að senda pósta á fjölskyldu og vini í Albaníu og boði í þeim frjálst markaðshagkerfi í Albaníu svo fólk þurfi ekki að flýja land til að eiga sér viðreisnar vonar. 


mbl.is Koma til landsins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband