Galli samkeppnislaga í hnotskurn

"Forsvarsmenn Atlantsolíu segja gömlu olíufélögin gera atlögu að fyrirtækinu með því að lækka verð næst bensínstöðvum fyrirtækisins á meðan landsbyggðin er látin greiða hærra verð. Forráðamenn Atlantsolíu hafa falið lögmönnum sínum að skoða réttarstöðu sína vegna þeirrar stöðu sem fyrirtækið hefur búið við undanfarið, að því er segir í tilkynningu."

Hér birtist okkur klassískt dæmi um áhrif samkeppnislaga: Fyrirtæki byrja að beita þeim gegn keppinautum sínum sem í raun eru ekki að gera annað en standa í samkeppnisrektri, þ.e. að reyna draga viðskiptavini frá samkeppnisaðila og til sín. Þar sem enginn er keppinauturinn gera þau ekki hið sama, þ.e. standa í samkeppnisrekstri. Hvað er skrýtið og óeðlilegt við það, og hvað kemur það löggjafanum við hvað hver rukkar fyrir hvað og hvar?


mbl.is Atlantsolía sakar gömlu olíufélögin um að gera atlögu að fyrirtækinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

M.ö.o. Atlantsolía er að fara fram á að ég borgi hærra verið fyrir olíuna sem ég kaupi á olís vegna þess að maður á Höfn borgar meira fyrir olíuna sína en ég geri, nema ég versli við Atlantsolíu. Þannig að ég má kaupa olíu á lægra verið hjá Atlantsolíu bara ekki hjá hinum en hvernig væri þá að snúa þessu við og skylda Atlantsolíu til að koma á fót bensínstöðvum um allt land svo gæinn á Höfn fái líka ódýrari olíu?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það væri a.m.k. í stíl við umræðuna að berja á þvælu með þvælu.

Geir Ágústsson, 1.5.2007 kl. 15:42

3 Smámynd: Depill

Kommon Vilhjálmur. Með rökunum þínum getur aldrei nýr aðili komið inná markaðinn vegna þess að stóru aðilanir sem eru þegar á markaðinum undirbjóða hann bara til helvítis á þeim stöðum sem nýju aðilinn er á. Svo keyra þeir undirboðið út í verðið hjá öllum hinum sem eru of langt frá nýja aðilanum.

 Það þarf klárlega að hindra svona samkeppnishindrandi aðgerðir eins og þetta eru. Fínu lagi samt ef Olíufélögin vilja lækka verðið á öllum stöðvum, og Vilhjálmur þetta er ekki bara spurning um Reykjavík og Höfn í Hornafirði, þetta er spurning um Mosfellsbæ og Kópavog.

Depill, 1.5.2007 kl. 18:33

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Eins og oft áður í pólitísku þrasi þá gleymist punkturinn: Hvaða hlutverki hefur ríkisvaldið, innheimtari skatta og höfundur og framfylgjandi laga sem enginn kemst hjá að hlýða, að gegna í verðlagningu einstaka fyrirtækja á vöru og þjónustu?

Á 300.000 manna skeri eru FJÖGUR olíufélög að slást um markaðshlutdeild. Ef aðili reynir að komast inn á slíkan markað mistekst, þá eru ÞRJÚ eftir, og alltaf hægt að kaupa upp eignir hins gjaldþrota (hver sem hann verður) og reyna gera betur. Ef hluthafar "niðurgreiðandi" olíufélaga sætta sig við minni arðsemi í skiptum fyrir tímabundna minnkun á samkeppni, þá þeir um það! Ef neytendur ákveða að skipta við aðra en nýja aðilann (eða einhvern hinna gömlu), þá þeir um það. Einföld talning á fjölda fyrirtækja í tilteknum rekstri dugir EKKI til að réttlæta afskipti lögreglu og dómstóla af rekstri fyrirtækja og verðinu sem þau leggja á varning sinn, hvort sem það er svæðisbundið eða alheimsmiðað. 

Geir Ágústsson, 1.5.2007 kl. 22:16

5 identicon

Alls ekki Davíð, fyrirtæki sem selur vöru og þjónustu verður að ákveða sjálft hvort það og hvernig það fer út í samkeppni. Ástæða fyrir því að menn fóru ekki inn á þennan markað var einfaldlega vegna þess að ríkið var stór hindrun. Hér keppa greinilega fyrirtæki A og B um kúnan en þú ert að byðja ríkið þ.e. C að skipta sér af.

Vinstrimenn, ég er ekki að saka þig um að versa slíkan enda veit ég betur, hafa gjanan sett saman sem merki milli frjáls markaðar og samkeppni. Samkeppni er ekki lögmál á frjálsum markaði, tvö fyrirtæki með svipaða aðferðafræði í framleiðslu sem skilar svipuðum tilkostnaði þurfa ekki endilega að vera í harðir samkeppni. Hins vegar mun tilvist samkeppinsaðila veita fyrirtækjum aðhald.

Þegar stór fyrirtæki eru fyrir á frjálsum markaði er það vegna þess að slíkt fyrirtæki eða slík fyrirtæki eru að gera eitthvað rétt, fólk er að kjósa að versla við þau. Það er alltaf erfitt að koma inn á slíkan markað en ef menn eru með nýjar hugmyndir og nýjar aðferðir við að gera hlutina á það að vera hægt. Gott dæmi um það eru lággjaldaflugfélög sem notuðu allt annað viðskiptamódel en önnur flugfélög. Sama má segja um stórmarkaði sem tóku við af kaupmönnum á horninu. Margir kaupmenn fóru á hausinn aðrir breyttu verslunarháttum sínum og fóru að sérhæfa sig í einhverjum vörum, þannig virkar frjáls markaður.

Samkeppnislög eru nauðsyn á mörkuðm sem eru ekki opnir, sjáðu götuhorn í Hong Kong þar koma og fara nýjar verlsanir eftir því hvernig vindar blása og menn standa sig. Ég mæli með að þú skoðir þetta:

http://www.ideachannel.tv/includes/video3.php?id=11 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:26

6 identicon

Það sem vantaði upp á þetta hjá mér Davíð, ef þú lest þetta, er að á frjálsum markaði eru samkeppnislög óþörf. Einstaklingar og hópar koma og fara inn á markaðinn þegar tækifæri eru og þeri sem fyrir eru taka á því eins og þeir kjósa skynsamlegast að gera.

Aðalatriðið er hvort það sé siðferðislega rétt að ríkið þvinig einstaklinga eða lögaðila til samkeppni og þá hvar og hvenar. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 00:50

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Furðulegt ef menn skilja ekki að þeir sem vinna samkeppnina eru þeir sem geta haldið lengst út með lágt verð í krafti mikils fjármagns. Svo þegar samkeppnin er farin á hausin, þá er verðið kýlt upp aftur í krafti einokunar.

Fjármagnseigendur eru einmitt saman í KLÍKUM að halda niðri einkaframtaki og nýjabrumi. Það er ekki nema í undantekningum sem tekst að fara framhjá þessu. Það er vel hægt að bera þá saman við klíkur í alræðisvaldi.

Frjáls markaður er Útópía og stikkorð varðhunda þessara mafíósa.

Ólafur Þórðarson, 2.5.2007 kl. 02:24

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig verða umræddir fjármagnseigendur að fjármagnseigendum? Með því að standa sig vel í rekstri á fyrirtækjum sem skila hagnaði og byggja upp fjármagn, eða með því að sturta fé niðurgreiðslur á hinu og þessu út í hið eitt til að berja af sér samkeppni?

Tilveruréttur Atlantsolíu er ekki heilagur frekar en nokkurs annars fyrirtækis eða olíufélags, og ríkisvaldið hefði gert samkeppnishugtakinu og sjálfu sér stóran greiða með því að leggja niður verðlagsstjórnun með afnámi Verðlagsstofnunar.

Sú útópía sem gekk út á að ríkið stjórnaði verðlagi í nafni einhvers (t.d. samkeppni, jöfnuðar, réttlætis eða fátækra) hrundi fyrir tveimur áratugum eða svo (og raunar miklu fyrr).

Geir Ágústsson, 2.5.2007 kl. 07:02

9 identicon

Veffari: frjáls markaður er ekki útópía, frjáls markaður er sá staður þar sem tveir eða fleirri einstaklingar geta átt viðskipti sín á milli óþvingað. Það er allur sannleikurinn bakvið frjálsan markað. 

Hugmyndin bakvið samkeppnislögin var að koma í veg fyrir fákeppni en sú fákeppni skapaðist á lokuðum markaði og takið vel eftir Arndsí og þið allar. Þegar olíufélögin "glæpsamlegu" voru virkilega með samráð var það í gegnum ríkið, verðlagsstofnun. Einokun þeirra var ekki í formi sterkrar stöðu heldur ríkisins, það mátti nefnilega enginn annar stofan hérna olíufyrirtæki nema með blessun ríkisins.

Samkeppinslög er óþörf á frjálsum markaði, af hverju? vegna þess að fyrirtæki sem notar stærð sína þ.e. tekur á sig tap í einhvern tíma til að keppa í samkeppni, verður siglt í strand á endanum. Ég skora á ykkur að lesa fyrirtækjasögu í USA og meira að segja UK en þar sést greinilega að risafyrirtæki sem skilgreina sig ekki rétt eða beita stærð sinni í samkeppni hafa flest farið illa.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 12:17

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Arndís: Bæði.

Ég hef HVERGI séð neina úttekt eða rannsókn sem sýnir fram á að samkeppni hafi "aukist" með tilkomu samkeppnislaga. Ég veit ekki einu sinni hvar ég gæti fundið slíka rannsókn! Hjálp vel þegin.

Okur = tækifæri til að koma inn á markað og krækja í vel borgandi viðskiptavini. Þetta veit hver einasti stofnandi hvers einasta fyrirtækis. Skondið að samkeppnislög séu líka til staðar þegar verð er "of lágt" að mati yfirvalda. Hvað kemur það okri við? Líta menn í kristalkúluna og sjá verð framtíðar hækka sem afleiðing lágs verðs í dag?

Geir Ágústsson, 2.5.2007 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband