Lægri laun fyrir lítið menntaða!

Úr Vefþjóðviljanum, 25. mars sl.:

Menn halda ýmsu fram í kjarabaráttu. Ekki er það allt jafn skemmtilegt.

Það var til dæmis ekki skemmtilegt að sjá þátttakendur í kröfugöngum 1. maí síðastliðinn halda á skiltum þar sem stóð „Lægri laun fyrir lítið menntaða!“

Reyndar var textinn ekki nákvæmlega svona. Hann var víst frekar „Menntun verði metin til launa“, en það er auðvitað einungis annað orðalag yfir sömu kröfu. Ef „menntun“ starfsmanna á að ráða úrslitum um laun þeirra, þá hlýtur menntunarleysi að skipta sama máli. Sá sem telur sanngjarnt að „meiri menntun“ starfsmanns skili sér í hærri launum, telur einnig sanngjarnt að lítil menntun skili sér í lægri launum.

Sá grófi misskilningur ríkir nú meðal margra háskólamenntaðra að menntun þeirra í sjálfu sér kalli á há laun. Svo er ekki. Menntun getur veitt verðmætaskapandi þjálfun sem vissulega leiðir til hærri launa en ef sú verðmætaskapandi þjálfun væri ekki til staðar. Menntun getur líka verið hlutlaus eða einskonar áhugamál sem skilar nemendanum fyrst og fremst ánægju af því að læra um eitthvað nýtt. Menntun getur svo, í verstu tilvikum, leitt til þess að fólk nýtist í minna - verður ofmenntað og ónothæft - fyllt nemendur hroka og yfirlæti og lokað dyrum fyrir þeim þegar út í raunveruleikann er komið.

Lægri laun fyrir lítið menntaða segir kannski enginn beint, en óbeint eru margir að þylja þessa þulu með því að krefjast hærri launa eingöngu af því einhver menntun kom við sögu. 


mbl.is „Háskólahugtakið útþynnt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menntun gerir ekkert ein og sér.  Við verðum líka að spá í afköstin.  Jakkinn á stólbakinu hefur sjálfkrafa hirt tékkann sinn hingað til.  Það gengur ekki lengur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 12:09

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Krafa um laun á grundvelli menntunar er hrein og bein móðgun við alla sem nenna að vinna.

En staðreyndin, að svona kröfur koma fram og virðast að einhverju marki teknar til greina í umræðunni, staðfestir að þetta fólk skilur ekki heiminn sem það er í.

Guðmundur Jónsson, 31.5.2015 kl. 12:35

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég man ekki hvort ég las í Kommúnistaávarpinu, a.m.k. var það í hugmyndafræði sovétskerfisins, að langskólagengið fólk fengi umbun sína í þægilegri vinnuskilyrðum og að það fengi vinnu við áhugamál sín.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2015 kl. 13:02

4 identicon

Menntun er ekki samheiti þekkingar eða kunnáttu.

Þekking og kunnátta eru í langflestum tilvikum metin til launa í atvinnulífinu þar sem við á.

Doddi (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 18:23

5 identicon

Doddi,
  Jú, einmitt þekking og kunátta er akkúrat menntunn.
Oftar en ekki er menntunn ávísun á þekkingu og kunnáttu, hvernig sem á það er litið.

Hins vegar eru laun ákvörðuð á svo marga vegu og mörg sjónarmið uppi. Stundum er fólk eflaust með of há laun miðað við framlag, og stundum of lág.

Þetta getur farið eftir svo ótal mörgum þáttum.

Arnar H. (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 18:47

6 identicon

Ekki vera of einfaldur Arnar.

Mörg menntunin getur skilað sér í þekkingu og kunnáttu. Það er hinsvegar ekki algilt. Ekki öll menntun skilar menntun eða kunnáttu sem hægt er að meta til verðleika. Það getur verið skemmtilegur tími meðan á stendur en síðan tekur lífið sjálft við með hörkunni 6.

Besta "menntunin" í dag er iðnmenntun þar sem laun eru hærri þar og atvinnutækifæri eru meiri borið saman við einhverja af þessum fjölmörgu BHM menntunum þar sem fólk þarf að mennta sig minnst 7 ár til þess að ljúka háskólagráðu sbr. við 4-5 ár fyrir iðnmenntun.

Ég gæti þó haft rangt fyrir mér. Mögulega skila véla og meiraprófsréttindi sér í betri endurheimt en iðnmenntun. Skilar sér eflaust í betri launum og atvinnutækifærum en 3ja ára námið í miðaldabókmenntum eða kvennasögu.

Doddi (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 21:41

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Véla og meiraprófsmenn eru oft nánast á lægsta verkamannataxta en hafa oft tækifæri til yfirvinnu og geta því haft ágæt heildarlaun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2015 kl. 12:05

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er allt svo brjálæðislega afstætt.

Ef við tökum ríkisvaldið út fyrir sviga, með alla sína föstu taxta og fólk á launum við að framleiða hávaða og vesen, þá geta menn haft eftirfarandi í huga þegar þeir velja sér nám, eða velja að sleppa því:

- Ekki öll vinna sem borgar vel er þægileg innivinna við skrifborð

- Þeir sem vilja starfa sjálfstætt og byggja upp eigin rekstur ættu að velja nám við hæfi. Það er mín tilfinning að það sé auðveldara að starfa sjálfstætt sem iðnaðarmaður en skrifstofublók

- Ekki er hægt að gera ráð fyrir að lestur á þykkum bókum sé verðlaunaður með hærri launum á markaðinum

- Fyrir suma er afkoman mjög árstíðarbundin eða sveiflukennd. Sjómenn geta uppskorið mjög vel en líka miklu minna, og sama gildir um marga aðra. Þeir sem þola svona sveiflur geta uppskorið vel en þurfa að búa til stærri óvissu en margir aðrir (sem þéna þá jafnar en kannski yfir það heila minna)

- Eins og hér er bent á geta sumir unnið mikið, kannski yfir stutt tímabil, og mokað inn álagsgreiðslum og yfirvinnu á meðan skrifstofufólkið er e.t.v. fastara í sessi

- Sum menntun virðist vera að dala í vinsældum á meðan eftirspurn eftir henni er mikil. Það ætti að hafa jákvæð áhrif á launaskriðið, og er sjálfsagt fyrir ungt fólk að hafa í huga þegar það velur sér menntun (þótt hættan sé sú að of miklar vinsældir menntunarinnar muni leiða til hægara launaskriðs síðar meir)

- Sum menntun virðist alltaf vera vinsæl og fjölsótt á meðan eftirspurnin er lítil sem engin. Mín tilfinning er sú að þetta gildi um ýmsar tegundir háskólamenntunar. 

En sem sagt, að mörgu að huga. En að heimta hærri laun fyrir hærri menntun, það er eins og að planta gulrót á Grænlandi og ætlast svo til þess að kanína birtist í kjölfarið, af eigin frumkvæði.

Geir Ágústsson, 2.6.2015 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband