Frábært

Það er nú alveg frábært að atvinnulausir fái desemberuppbót. Þá geta þeir eytt aðeins meira í desember en aðra mánuði og þurfa ekki að leita lengra [1|2|3|4|5] eftir því aukreitis fé.

Hvað næst? Orlofsuppbót? 


mbl.is Atvinnulausir fá desemberuppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir Ágústsson kominn í jólaskap!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 11:53

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Að gefa eigið fé til þeirra sem maður sjálfur kýs að gefa til - það eru jól:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/12/03/gaf_rognu_hluta_af_lottovinningnum/

Að þröngva sér í vasa annarra og hirða úr þeim fé og deila því svo út til eigin skjólstæðinga - það er rán.

Geir Ágústsson, 3.12.2014 kl. 12:02

3 identicon

Og þú ert bitur yfir því að atvinnulausir geti haldið börnum sínum jól.  Sérstaklega áhugavert þar sem samkvæmt síðunni hjá þér þá eru ekki einu sinni búsetur hér og þar af leiðandi ekki að borga skatta hér á landi þannig að þetta kemur þér lítið við.  Ef þú getur ekki búið hér og lagt þitt til samfélagsins þá ertu til lítils annars nýtilegur fyrir íslenska þjóð heldur en að búa til storm í vatnglasi

Einar Viðarsson (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 12:31

4 identicon

Hvað er eigið fé, Geir Ágústsson?

Eru milljarðarnir sem Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson "eignuðust" í gegnum innherjaviðskipti eigið fé?

Reyndu nú að hugsa ögn út fyrir rammann.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 13:15

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Látum okkur sjá:

- Ríkisvaldið kriplar hagkerfið með þunga sínum og fjárþorsta og reglum og hindrunum og höftum.

- Ríkisvaldið framleiðir atvinnuleysi og töpuð tækifæri og brostnar væntingar.

- Ríkisvaldið byggir í kringum þessa ringulreið risavaxið net, hið svokallaða "velferðarkerfi", sem grípur suma en fangar aðra.

- Ríkisvaldið gerir einstaklinga sem festast í þessu neti háða sér og dregur úr leið úr þeim í sjálfsbjargarviðleitni þeirra (bætur jafnháar launum, svo dæmi sé tekið).

- Ríkisvaldið framleiðir hamingju að hætti Rómverja með brauði og leikum við útvalin tækifæri, til dæmis jólin.

Ég er einfaldlega vonsvikinn fyrir hönd þeirra sem hafa flækt sig í netið og þurfa nú að kreista út nokkra tíuþúsundkalla til að kaupa jólatré og nokkra pakka. 

Geir Ágústsson, 3.12.2014 kl. 13:25

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Svo er ég með þeim seinustu sem ætla að verja stjórnmálamenn sem lifa á kerfinu, svo því sé haldið til haga. Ég er raunar af þeirri sannfæringu að okkur væri betur borgið án stjórnmálamanna. Ég treysti þeim sem skrifa athugasemdir hér miklu betur fyrir eigin lífi og limum en stjórnmálamönnum.

Geir Ágústsson, 3.12.2014 kl. 13:26

7 identicon

@HK:

Þú skiptir um umræðuefni, GÁ er ekkert að ræða forystumenn stjórnarflokkanna.

Hvað eru annars skuldir HK, bjuggu Vg og Sf nokkuð slíkar til að óþörfu og reyndu að búa til enn meira?

Helgi (IP-tala skráð) 6.12.2014 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband