Þingmenn halda sér uppteknum með hverjum öðrum

Þingmenn eru duglegir að spyrja hvern annan út í allskonar. Það er gott. Það heldur þeim og embættismönnum þeirra uppteknum. Þeir gera því minna af sér á meðan. Óvirkt Alþingi er oftast betra en afkastamikið Alþingi. 

Á meðan gengur allt sinn vanagang í raunveruleikanum (fjarri sýndarveruleika þingmanna). Fólk stundar viðskipti og samskipti og nær saman um verð á vörum og þjónustu.

Jólafrí og sumarfrí Alþingismanna eru hátíð allra landsmanna. Þá fær almenningur örlítinn frið fyrir hinu opinbera. Best væri ef Alþingi gæti skroppið saman í litla fundaröð á haustin en væri að öðru leyti í dvala allt árið. Þingmenn mættu eftir sem áður þiggja fullt kaup. Að þingmenn séu í fríi er verðmætari nýting á tíma þeirra en að þeir séu iðnir við að skrifa lög og skipta sér af öllu og engu sem fer fram í samfélaginu. 

Að þingmenn geti leyft sér að vera í löngum fríum án þess að samfélagið hrynji er til merkis um að störf þeirra eru að mestu leyti tímasóun.  

Svo ég segi fyrir mitt leyti: Því fleiri fyrirspurnir, því betra! 


mbl.is Fjölda munnlegra fyrirspurna svarað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband