Niðurstaðan verður stríð

Í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar voru Þjóðverjar beittir ýmsum tegundum viðskiptaþvingana.

Í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar réttlættu Þjóðverjar ýmsar landtökur sínar og innrásir með því að þeir væru að safna Þjóðverjum innan eins þjóðríkis. Þeir væru beittir harðræði innan landamæra annarra ríkja. Oft voru atkvæðagreiðslur haldnar til að styrkja málstað Þjóðverja í innlimun þeirra á héröðum og heilu ríkjunum. 

Í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar þjöppuðu viðskiptaþvinganir Þjóðverjum saman á bak við yfirherra sína. Það voru "þeir" gegn "okkur".

Í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar var þýskum yfirvöldum gert auðvelt fyrir að réttlæta enn frekara hernaðarbrölt, meðal annars og smátt og smátt vegna efnahagslegrar nauðsynjar því viðskiptaþvingunum væri beitt á þá og þeir þyrftu því að sækja sínar auðlindir með valdi.  

Í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar töluðu Bandaríkin, Bretar og önnur ríki niður til Þjóðverja og jafnvel af yfirlæti þótt þeir sjálfir væru í allskyns brölti sjálfir (Bretar í Afríku og Indlandi, Bandaríkjamenn í karabíska hafinu, osfrv.).

"When goods don’t cross borders, soldiers will." /Bastiat (kannski)

Ekkert er óumflýjanlegt, en mikið svakalega er sorglegt að sjá þróun mála í Úkraínu og hafa um leið í huga söguna á bak við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. 


mbl.is Rússar finni fyrir þvingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

David Icke - World War III - A New World Order & Iran

 http://www.youtube.com/watch?v=Ji_QLK9EBS8

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband