Japan á leið í þynnku (eftir fylleríið)

Í Japan vinna nú yfirvöld hörðum höndum að því að skapa falskt góðæri sem mun ljúka á sársaukafullri aðlögun fyrir launþega, eigendur sparifjár og þá sem hafa skuldsett sig.

Fyrsta skrefið er að auka peningamagn í umferð. Þetta lækkar vexti og gefur fjárfestum þau fölsku skilaboð að nægur sparnaður sé til staðar til að fjármagna kaup á dýrum fjárfestingum (t.d. húsnæði eða verslunrrými í verslunarmistöð) í framtíðinni.

Þeir sem ætla sér að spara er sagt að vextir séu ekki háir og þeir fara því að eyða. Eftirspurn eftir neysluvarningi eykst, en fjárfestingar leita í dýr langtímaverkefni í stað þess að leita í aukna framleiðslu á neysluvarningi. Misræmið þarna á milli er augljóst.

Þegar rýrnun gjaldmiðilsins er orðin of mikil, og almenningur orðinn ósáttur við aukna dýrtíð (þar sem verðlag er að hækka mun hraðar en laun, og vextir á útlánum eru byrjaðir að klifra hratt upp til að bæta upp fyrir rýrnun á kaupmætti peninganna), þá verður hægt á aukningu peningamagns í umferð. Vextir hækka enda ekki annað fé til útlána en hið nýprentaða, því ekki er sparnaðinum fyrir að fara.

Niðursveifla skellur á. Tekjur fyrirtækja lækka á meðan skuldirnar standa í stað. Einstaklingar sem tóku stór lán fyrir dýrum fjárfestingum fara sömu leið. Yfirvöld gefa þá aftur í peningaprentvélarnar.

Þessu ferli hampa nú glórulausir blaðamenn og hagfræðingar frá virtustu háskólunum. 

Síðan mönnum datt það í hug á 18. öld eða þar um bil að hægt væri að prenta peninga til að örva hagkerfi hefur almenningur í auknum mæli þurfa að sjá á eftir traustu peningunum sínum. Í staðinn hafa komið pappírspeningar sem ríkisvaldið eða seðlabanki þess hefur haft umsjón með.

Við þurfum gull og silfur aftur. Stjórnmálamenn geta þrátt fyrir allt ekki framleitt það í jafnmiklum mæli og rafpeninga og pappír.  


mbl.is Verðhjöðnun að baki í Japan?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband