Vinstristjórn aftur? Hvað þá?

Einhver hætta virðist vera á að Framsóknarmenn leiði vinstriflokkana aftur til valda. Það væri auðvitað hræðilegt, en kjósendur kusu eins og þeir kusu og þannig er það bara. Lýðræði snýst um að leyfa almenningi að veita þingmönnum öll völd í allt að fjögur ár.

Íslensk vinstristjórn hefur ákveðin einkenni og gildir þá einu hvort hún starfi á Alþingi eða sveitarfélagi. R-listinn í Reykjavík í því samhengi er nærtækt dæmi fyrir mig, því ég er Reykvíkingur og man vel eftir R-listanum. Hafnfirðingar þekkja líka vel til vinstristjórna. Fráfarandi vinstristjórn er öllum í fersku minni.

Einkenni íslenskra vinstristjórna eru nokkur, en þessi helst: 

  • Skuldasöfnun er hafin af fullum krafti eða henni haldið áfram og gefið í, en alltaf undir fána "tímabundinnar" skuldasöfnunar" sem virðist samt aldrei taka endi.
  • Þegar skuldasöfnun er komin á hættuleg stig er henni haldið áfram aðeins lengur, en smátt og smátt taka tilfærslur á milli opinberra eininga við. Verkefni eru sett í "einkaframkvæmd", hús eru seld en leigð aftur til áratuga, laun opinberra starfsmanna hætta að hækka en lífeyrisréttindi þeirra friðlýst (þau eru vandamál seinni tíma stjórnmálamanna). Flóknara og flóknara verður að komast að því hvað hið opinbera skuldar, en niðurstöðurnar alltaf meira og meira sláandi þegar það hefur verið gert.
  • Allskyns gæluverkefni fá algjöran forgang. Ef einhver reynir að stöðva eitthvert þeirra er stjórnarslitum hótað. 
  • Skattar hækka - allir með tölu. Nýir skattar eru lagðir á. 
  • Gjaldskrár fyrir opinbera þjónustu hækka.
  • Allskyns óvissa er vafin utan um það hvað má og hvað ekki, og sífellt hrært í því. 

Ég skora á lesandann að nefna mér dæmi um íslenska miðju-vinstristjórn á seinustu áratugum sem hefur vikið af einhverjum ofangreindra atriða. Gildir einu hvort sú stjórn starfaði á Alþingi eða einhverju sveitarfélaginu.

Þetta blasir við Íslendingum í dag. Góð ástæða er til að hræðast. Það geri ég fyrir hönd vina mína og fjölskyldu á Íslandi. 


mbl.is Ekki enn formlegar viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni finnst allt benda til að ÓRG stjórni þessu ferli.

E (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 08:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sigmundur er að skapa sér samningsaðstöðu gagnvart sjálfstæðisflokknum og með þessari taktík að gefa í skyn að aðrir samvinnumöguleikar séu í stöðunni er hann búinn að ná að taka Sjálfstæðismenn svo af taugum að þeir munu samþykkja hvað sem er til að komast í ríkistjórn.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2013 kl. 09:45

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Eða eins og spurt er á einum stað:

"Svo finnst einhverjum fréttnæmt að Ólafur Ragnar Grímsson veiti formanni Sjálfstæðisflokksins ekki „umboð til stjórnarmyndunar."

(http://andriki.is/post/49315488899)

Geir Ágústsson, 1.5.2013 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband